Hinsegin bókmenntaganga


Borgarbókasafnið hefur boðið til bókmenntagöngu á Hinsegin dögum undanfarin tvö sumur og slær ekki af í ár. Gengið verður á vit hinsegin bókmennta í miðborginni, sagt frá, lesið og spjallað. Ásta Kristín Benediktsdóttir íslenskufræðingur leiðir gönguna í ár. Lagt verður upp frá Borgarbókasafninu í Grófinni, Tryggvagötu 15, og gangan tekur um klukkustund.

Viðburðurinn fer fram á íslensku.

Free

Location: