Hinsegin dagar 2021

Hinsegin dagar í Reykjavík verða haldnir hátíðlegir þann 3. – 8. ágúst og við gætum ekki verið spenntari!

Eftir að flestum viðburðum Hinsegin daga var aflýst á síðasta ári hefur stjórnin unnið hörðum höndum að því að skipuleggja næstu hátíð í samræmi við áætlanir stjórnvalda. Það gleður okkur því að tilkynna að við stefnum á að halda Hinsegin daga 2021 í allri sinni dýrð, með Gleðigöngu og öllu tilheyrandi.

Slagorð hátíðarinnar í ár er “Hinsegin á öllum aldri” og má búast við fjölbreyttum skemmtunum, menningar- og fræðsluviðburðum fyrir breiðan aldurshóp.
Dagskráin 2021 verður tilkynnt í lok júní.

Við hlökkum til að sjá ykkur í ágúst – sameinuð á ný.

– Stjórn Hinsegin daga