Hinsegin karlastund

Dásamleg kvöldstund fyrir karla og kynsegin fólk sem hrífst af körlum þar sem spjall og kokteildrykkja verður í fyrirrúmi. Plötusnúður sér um að halda uppi góðri stemningu á meðan samræðurnar flæða ásamt sérframreiddum kokteil kvöldsins. Aðrir drykkir verða á happy hour verði allt kvöldið. Viðburðurinn er haldinn í stoltu samstarfi við Reykjavík Bear og Hump Day Social.

Frítt inn, 20 ára aldurstakmark