Hinsegin paradísin Ísland?

Á hverju ári leita tugir hinsegin umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi, þá gjarnan út af ofsóknum í heimalandi sínu sökum hinseginleika. Helstu sérfræðingar ræða stöðu hinsegin umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi og hvað þarf að bæta til að mæta þessum viðkvæma hópi betur.

Vinsamlegast athugið að viðburðurinn fer fram á ensku.


Fræðsluviðburðir á Hinsegin dögum 2019 eru haldnir í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Á Þjóðminjasafninu má finna Regnbogaþráðinn sem er hinsegin vegvísir í um sýninguna Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Í vegvísinum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi með það að markmiði að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst að spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýninnar hugsunar.

Þjóðminjasafn Íslands býður gestum á viðburðum Hinsegin daga á safninu 25% afslátt af aðgöngumiða að safninu og þar með að Regnbogaþræðinum, með eða án hljóðleiðsagnar,1.500 kr. í stað 2.000 kr. Sjá nánar um Regnbogaþráðinn hér.