Hinsegin pöbbarölt


Drykkir innifaldir!

Íslenskir hommar döðruðu við hermenn á Borginni á fimmta áratugnum, síðar leituðu lesbíurnar skjóls í Stúdentakjallaranum áður en dragið blómstraði á Rauðu myllunni. Íslenskt hinsegin skemmtanalíf hefur verið alls konar í gegnum árin – leynt og ljóst, hávært og lágvært.

Fyrir sléttum tíu árum birtist ítarleg og hressandi úttekt Hilmars Hildar-Magnússonar á skemmtanalífi hinsegin fólks í gegnum tíðina í veglegu 30 ára afmælisriti Samtakanna ‘78. Nú er tilvalið að rýna í úttektina og það á fæti! Gengið verður um miðborgina og valdar söguslóðir kannaðar, dreypt á hressandi drykkjum auk þess sem síðastliðin tíu ár, sem enn eru óskráð, verða tekin fyrir. Gengið verður frá Hlemmi kl. 18 og endað á Naustinu en þaðan er örstutt rölt á gömlu höfnina þar sem hinsegin siglingin hefst kl. 21. Að sjálfsögðu er áfengi innifalið! Leiðsögn á íslensku

Athugið: Afar takmarkað miðaframboð! Miðasala hefst á hinsegindagar.is 20. júlí.

Location: