Hvar bregðumst við? Líðan hinsegin barna í skólum

Fræðslustýra Samtakanna ’78, Tótla I. Sæmundsdóttir, kynnir niðurstöður samanburðarkönnunar um líðan hinsegin ungmenna í grunn- og framhaldsskólum og hvernig sé hægt að stuðla að hinseginvænu skólaumhverfi. Í lok viðburðarins verður opnað fyrir umræður við kennara. 

Viðburðurinn fer fram á íslensku