Hýrir húslestrar

Hinsegin bókmenntum verður að vanda gert hátt undir höfði á Hýrum húslestrum þar sem hinsegin skáld lesa úr verkum sínum. Viðburðurinn hefur fest sig rækilega í sessi og heyrst hefur að næst á eftir göngunni sjálfri séu húslestrarnir fjölsóttasti viðburður Hinsegin daga.

Að auki verður að venju tilkynnt um úrslit í ljóðasamkeppni Hinsegin daga sem nú er haldin í fimmta sinn. Hinn óviðjafnanlegi Hákon Hildibrand verður kynnir kvöldsins.

Frítt inn, viðburðurinn fer fram á íslensku