Hýrt hádegisbít

Hinsegin dagar og Geiri Smart taka höndum saman og slá upp Hýru hádegisbíti (queer lunch beat) í Hjartagarðinum!

Dansa, hvað er betra en að dansa? Jú, hinsegin danspartý um hábjartan dag!

Hinn eini sanni stuðbolti Siggi Gunnars blastar bálhýrum tónum og dragdrottningin Agatha P. hristir skankana á dansgólfinu. 

Geiri Smart býður frábær tilboð á hádegisbitum og annarri hressingu.

Komdu og dansaðu þig í gang fyrir helgina!