Íslenska lesbían

Við förum reyndar ekki alla leið aftur í torfkofann í frásögnum, en spjöllum um upphafsár Samtakanna ’78 frá sjónarhóli lesbía. Þær voru teljandi á fingrum annarrar handar, lesbíurnar sem skráðar voru í S78 á fyrstu árunum. Svo birtust þær ein af annarri, þar til þær voru orðnar eins og síldartorfa!