Karlmennskan


Karlmennska og hinseginleiki tengjast óneitanlega. Hvernig er karlmennska hinsegin karlmanna? En kvenna? Hvað með trans fólk? Og aðra undir hinsegin regnhlífinni?

Í þessum framhaldsviðburði Samtakanna ‘78 er kafið dýpra í áhrif karlmennskunnar á samfélagið, þá sérstaklega hinsegin samfélagsins. Getum við sem samfélag stuðlað að breyttum viðhorfum? Hvað er„eitruð karlmennska“? Hvernig hefur staðalmynd karlmennskunnar haft áhrif á þig? Reynt verður að svara þessum spurningum í notalegu umhverfi og með vinnusmiðju á Hinsegin dögum.

Viðburðurinn fer fram á íslensku.

Free

Location: