Kynlífskarnival


Hinsegin dagar bjóða til kynlífskarnivals í samstarfi við Q – félag hinsegin stúdenta. Lítið hefur farið fyrir umræðu um kynlíf hinsegin fólks enda hafa fordómar í okkar garð einmitt beinst að kynhegðun. Spurningar og athugasemdir um kynlíf okkar, og jafnvel kynfæri, eru tíðar enn þann dag í dag og hafa orðið til þess að ýta undir þöggun um kynlíf okkar fjölbreytta hóps. En nú er kominn tími til að snúa við blaðinu!

Í ár munum við fagna hinsegin fólki sem kynverum og koma saman til að fræðast, skemmta okkur og njóta erótíkur í vernduðu umhverfi. Dagskrá hefst klukkan 22:30. Á staðnum verða meðal annars Sigga Dögg kynfræðingur, Völvan, Blush, Burlesque, Jonathan Duffy og að sjálfsögðu candy floss- vél ásamt ýmsu öðru.

Eftir formlega dagskrá mun enginn annar en Atli Kanill spila fyrir dansi.

Miðar einungis seldir við hurð.

Location: