Næs er lag Hinsegin daga 2022

Næs, lag Hinsegin daga 2022, var frumflutt í Bakaríinu á Bylgjunni nú í morgun og má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Textann má sömuleiðis finna hér fyrir neðan

Gréta Kristín Ómarsdóttir, Axel Ingi Árnason og Bjarni Snæbjörnsson

Lagið er upprunalega úr söngleiknum Góðan daginn, faggi sem var frumsýndur á Hinsegin dögum 2021 við dæmalaust góðar undirtektir og er enn í sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum. Lagið hefur nú verið endurunnið sérstaklega fyrir Hinsegin daga og að því tilefni klætt í diskógallann.

Flytjandi lagsins er Bjarni Snæbjörnsson, sem einnig samdi textann ásamt Grétu Kristínu Ómarsdóttur. Axel Ingi Árnason er höfundur lagsins.

Texti lagsins talar beint inn í hinsegin þjóðarsálina og þörf okkar fyrir að skrifa eigin sögu. Það er ekki ólíklegt að þetta verði eitt þeirra laga sem mun hljóma á hverju einasta hinsegin balli og um hverja Hinsegin daga um ókomna tíð.



NÆS

Mikið væri það nú næs
að leyfa sér að dreyma.
Það væri næs
að vita hvar ég á heima.

Það væri rosa næs ef fengi ég að vera
sá sem ég er og ekkert þyrft’að fela
og ég vissi upp á hár hvaða mann ég hef að geyma.
Það væri næs að finna hvar ég á heima.

Bros gegnum tár
græðir mín sár
ennþá hér eftir öll þessi ár.

Mig langar svo nýja sögu að skrifa
og alla leið lífinu að lifa.
Ég vil allt, vil það strax, ég vil meira.
Mikið verður það næs er við öll megum fá að tilheyra.

Það er svo rosa næs að leyfa sér að vona
að öll gætu séð, við erum bara svona.
Það er svo næs að þurfa bara að elska.

Ég vil allt, vil það strax, ég vil meira.
Mikið verður það næs er við öll megum fá að tilheyra.

Bros gegnum tár
græðir mín sár
ennþá hér…

Mig langar svo nýja sögu að skrifa
og alla leið lífinu að lifa.
Mig langar svo nýja sögu að skrifa
og alla leið lífinu að lifa.

Ég vil allt, vil það strax, ég vil meira.
Mikið verður það næs er við öll megum fá að tilheyra.



Höfundur lags: Axel Ingi Árnason
Pródúser: Pétur Karl
Höfundar texta: Bjarni Snæbjörnsson og Gréta Kristín Ómarsdóttir
Upptökur og hljóðblöndun: Aron Þór Arnarsson
Söngur: Bjarni Snæbjörnsson
Bakraddir: Sigga Eyrún og Sigga Beinteins
Trommur: Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir
Fiðla: Matthías Stefánsson
Beat: Daði Freyr
Framleitt af Stertabendu