Opnunarhátíð Hinsegin daga

AFLÝST / CANCELLED

Opnunarhátíð Hinsegin daga verður haldin í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Húsið opnar klukkan 19:00 með fordrykk í boði Ölgerðar Egils Skallagrímssonar og Borgar brugghúss. Klukkan 20:00 verða Hinsegin dagar formlega settir og við tekur stutt skemmtidagskrá í Portinu. Njótum samverustundar með hinsegin stórfjölskyldunni og skemmtiatriða frá okkar frábæra listafólki.

Í boði eru miðar inn á afmarkað svæði þar sem 2 metra reglan er viðhöfð. Vinsamlegast athugið að slíkir miðar eru í takmörkuðu upplagi.

Hinsegin dagar bjóða upp á fjölmarga ókeypis viðburði. Í öðrum tilvikum er aðgangseyri stillt í hóf. Við viljum ekki að neitt okkar verði útundan á opnunarhátíðinni vegna kostnaðar, svo ef þú treystir þér ekki til að greiða aðgangseyrinn getur þú sent okkur tölvupóst á midi@hinsegindagar.is og við sendum þér frímiða.