Örugg – Ábyrg – Sýnileg

Hinsegin dagar verða haldnir í Reykjavík 3.-8. ágúst. Borgin verður regnbogalituð og tugir viðburða verða í boði, bæði hreinræktuð skemmtun og skemmtileg fræðsla, spjall um liðna tíð og nútímann, tónlist, sögur, dans og drag. Vissulega verður hvorki Gleðiganga né hátíð í Hljómskálagarðinum í hefðbundinni mynd, en stjórn Hinsegin daga ætlar að halda annarri dagskrá óbreyttri, eftir því sem kostur er og reglur leyfa. Við höldum gleðinni og tryggjum sýnileika hinsegin samfélagsins!

Uppfærð dagskrá verður auglýst eftir helgi.

Ef viðburður verður felldur niður munum við að sjálfsögðu endurgreiða miðana á þann viðburð. Aðrir miðar munu halda gildi sínu. Ef þú treystir þér ekki til að mæta á viðburð sem þú hefur nú þegar keypt miða á, er hægt að óska eftir endurgreiðslu í gegnum gjaldkeri@hinsegindagar.is .