Pink Party Pride Edition 2019

Hinsegin dagar í Reykjavík og Pink Iceland taka höndum saman og skella sér í neon og næntís. Stuðbandið Bjartar sveiflur koma fram ásamt vel völdum og góðum gestum. Bjartar sveiflur mun bjóða upp á lifandi tónlist ásamt því að þeyta skífum.

Dragðu fram næntís dressið og sjáumst í Iðnó! Húsið opnar kl. 22:00 og dagskrá hefst kl. 23:30. Miðaverð í forsölu fram að 9. ágúst er 2.500 kr., miðaverð eftir það og við hurð 3.500 kr.

Tryggið ykkur miða strax því miðaframboð er takmarkað!

Allur ágóði rennur óskiptur til Hinsegin daga.