Pride Partý Gauksins

Hinsegin Dagar í ár eru lengri og stærri en venjulega og líklegt að mikil gleði og þreyta verði í fólki þegar hátíðahöldin eru á enda. Við á Gauknum bjóðum því öllum sem eru hinsegin, stuðningsfólk eða vinir að koma saman í umhverfi sem einkennist af kærleik og virðingu til að halda upp á seinasta kvöld Hinsegin daga 2019 með dansi, spjalli, afslöppun, hverju sem er. 

  • Það kostar ekkert inn. 
  • DJ Villiljós mun sjá um tónlistina. 
  • Það verða tilboð á barnum. 
  • Öll eru velkomin – „nema fávitar“ eins og tekið er fram á skiltinu í anddyrinu hjá okkur. Engir fordómar eða leiðindi, bara gaman.
  • Gaukurinn er skemmtistaður sem styður markvisst við LGBTQ+ samfélagið og klósettin okkar eru kynlaus. 

Taktu vini þína með og höldum skemmtilegt partý!


Því miður er ekki hjólastóla-aðgengi á staðnum þar sem við erum á annarri hæð. Okkur þykir það afskaplega leitt.