Dragkeppni Íslands


kr. 3.900

Out of stock

Category:

Product Description

Glimmer, glamúr og frábær skemmtun!

Dragkeppni Íslands var endurvakin á Hinsegin dögum í fyrra við mikinn fögnuð og þar voru krýnd dragkóngur og dragdrottning Íslands, þau Hans og Gala Noir. Í ár endurtökum við leikinn en þó með smá tvisti og ræl.

Allir keppendur keppa í sama flokki, allir á móti öllum. Þetta verða æsispennandi hungurleikar þar sem stórglæsilegar dragdrottningar, magnaðir dragkóngar og aðrar kynjaverur stíga á stokk og keppa um stærstu dragkórónu Íslandssögunnar. Við ábyrgjumst glimmer, glamúr og frábæra skemmtun.

Þetta er viðburður sem enginn dragunnandi má láta framhjá sér fara.

Gamla bíó, fimmtudaginn 6. ágúst kl. 20:00 – 23:00 (húsið opnar kl. 19:30) Verð í forsölu: 3.500 kr. til 1. ágúst – Fullt verð: 3.900 kr.