Hinsegin klassík

Trúbadorar miðalda í litríkum sokkabuxum, bændur á sauðskinnskóm, Hinrik áttundi við dánarbeð Jane drottningar, skotthúfur og íslensk 20. aldar sveitarómantík eru meðal viðfangsefna kvöldtónleika Hinsegin daga á Listasafni Einars Jónssonar.

Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari og langspilsleikari flytur eigin lagasmíðar í bland við innlend og erlend sönglög og þjóðlög. Honum til fulltingis verða góðkunnir lævirkjar, þeir Gísli Magna, Hafsteinn Þórólfsson og Hreiðar Ingi Þorsteinsson.