Product Description
Hinsegin sigling um sundin blá!
Við siglum stolt úr höfn föstudaginn 7. ágúst frá Gömlu höfninni í Reykjavík. Siggi Gunnars spilar alla hýrustu poppsmellina og kannski nokkra sjómannavalsa. Klukkustundar löng sigling í kring um eyjarnar á Faxaflóa þar sem þú sérð borgina frá nýju, hýru sjónarhorni.
Fordrykkur og huggulegtheit í Fífli frá kl. 20:00. Vinsamlega mætið tímanlega því skipið leggur úr höfn á slaginu kl. 21:00 – skipstjórinn líður engar tafir!