RMSSSDLP

RMSSSDLP (ReykjavíkMunchSvakaSkemmtilegtSúperDúperLeikPartý) er grasrótarhópur sem hefur haldið mánaðarleg BDSM leik og fetish partý í Reykjavík síðan 2014.

Viðburðurinn er opinn öllum en skilyrði er fyrir aðgangi í partýið er að skrá sig á gestalistann okkar ekki seinna en klukkan 16 sunnudaginn 11. ágúst. Best er að gera það með því að senda okkur skilaboð á Facebook eða með tölvupósti (rmsssdlp@gmail.com).

Miðaverð er 2000kr. eingöngu tekið við reiðufé við hurð.

Dresskóði: BDSM, fetish, alternative, goth eða flottir búningar (við erum ekkert svakalega ströng en sýnileg viðleitni er lágmarkskrafa til þess að skapa betri stemmingu).

Þessi viðburður leitast við að skapa öruggt rými fyrir fjölbreyttan jaðarinn á hinsegin samfélaginu og reynum að gefa öllum pláss. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla.

Við leggjum mikið upp úr öryggi og góðri hegðun. Framfylgjum við reglum viðburðarins í þaula. Hægt er að kynna sér reglurnar hér:
https://www.facebook.com/rmsssdlp/photos/a.2012956368731296/3089174614442794/?type=3&theater