Stolt siglir fleyið mitt

Við siglum stolt úr höfn föstudaginn 16. ágúst frá Gömlu höfninni í Reykjavík. Siggi Gunnars spilar alla hýrustu poppsmellina og kannski nokkra sjómannavalsa. Klukkustundar löng sigling í kring um eyjarnar á Faxaflóa þar sem þú sérð borgina frá nýju, hýru sjónarhorni.

Fordrykkur og huggulegtheit í Fífil frá kl. 19:00. Vinsamlega mætið tímanlega því skipið leggur úr höfn á slaginu kl. 20:00 – skipstjórinn líður engar tafir!

18 ára aldurstakmark

Svona var stemningin í fyrra!

Ævintýri á sjó

Hvalaskoðunarferðir Eldingar eru á áætlun allt að sex sinnum á dag á sumrin og tekur hver ferð um þrjár klukkustundir. Einnig eru áætlunarferðir í sjóstöng og lundaskoðun daglega ásamt ferjusiglingum til Viðeyjar. Frítt fyrir farþega Eldingar í Hvalasetrið þar sem gestir geta fræðst um lífríki hafsins í máli og myndum.

Sjá nánar á elding.is.