Gleðigöngupottur

Styrkir til þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga

Gleðigöngupotturinn er samstarfsverkefni Hinsegin daga og Landsbankans sem verið hefur stoltur styrktaraðili Hinsegin daga um árabil. Einstaklingum og hópum sem vilja skipuleggja fjölbreytt, áhugaverð og táknræn atriði til þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga er bent á að sækja um á sérstakri umsóknarsíðu.

Upplýsingar um umsóknarfrest og úthlutunardagsetningar 2019 verða birtar hér fljótlega.

Hvað er Gleðigöngupottur?

Gleðigöngupotturinn er styrktarstjóður fyrir atriði sem hyggjast taka þátt í gleðigöngu Hinsegin daga. Styrkjum úr sjóðnum er m.a. ætlað að aðstoða við að standa straum af kostnaði við hönnun atriða, leigu ökutækja og efniskaup.

Fjárhæðir og úthlutun

Dómnefnd velur styrkþega úr innsendum umsóknum og úthlutar styrkjum með það að markmiði að styðja framúrskarandi hugmyndir til framkvæmda. Miðað er við að fjárhæðir styrkja úr Gleðigöngupottinum séu á bilinu 100.000-500.000 kr.

Gleðigöngupotturinn varð til við undirritun samnings þess efnis á milli Hinsegin daga og Landsbankans þann 21. júní 2017. Fyrsta árið leggur Landsbankinn 1.500.000 kr. í pottinn og skal úthluta öllu fénu til styrkja en dómnefnd hefur þó heimild til að halda eftir að hámarki 200.000 kr. til veitingar hvatningarverðlauna að hátíð lokinni.

Umsóknir

Dómnefnd

Í dómnefnd Gleðigöngupottsins árið 2018 sátu:

  • Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga
  • Karen Ósk Magnúsdóttir, gjaldkeri Hinsegin daga
  • Eva Jóhannsdóttir, f.h. göngustjórnar Gleðigöngu Hinsegin daga
  • Bjartmar Þórðarson, leikari, söngvari og altmuligmaður
  • Ingileif Friðriksdóttir, fjölmiðla- og afhafnakona

Nánari upplýsingar