Styrkþegar ársins 2022

Þann 22. júní var opnað fyrir skráningu í Gleðigöngu Hinsegin daga og á sama tíma var opnað fyrir styrkumsóknir úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans. Umsóknarfrestur rann út 7. júlí og í kjölfarið voru umsóknir yfirfarnar af sérstakri dómnefnd sem skilaði tillögum að úthlutun til stjórnar Hinsegin daga. Tillögur dómnefndar voru samþykktar 12. júlí og öllum umsækjendum svarað í kjölfarið.

Að vanda barst fjöldi litríkra og skemmtilegra umsókna. Að lokinni vandlegri yfirferð var ákveðið að veita eftirtöldum hópum/atriðum styrki til undirbúnings þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga 2022:

  • Ásar á Íslandi
  • Bangsafélagið
  • BDSM á Íslandi
  • Hinsegin félagsmiðstöð
  • Hinsegin Fél-AK
  • Hinsegin kórinn / Reykjavík Queer Choir
  • Hópur tví- og pankynhneigðra
  • Minningarstund – Dragdrottning Íslands
  • Minority Voice Iceland (MVI)
  • Pilkington Props
  • Trans Ísland
  • Æði vagninn

Í dómefnd sátu Andrean Sigurgeirsson, Anna Eir Guðfinnudóttir, Leifur Örn Gunnarsson, Sigurður Starr Guðjónsson og Viima Lampinen.

Við óskum styrkþegunum til hamingju og góðs gengis í undirbúningnum!