Sunna Axels ráðinn rekstrarstjóri Hinsegin daga

Ráðinn hefur verið nýr rekstrarstjóri Hinsegin daga, Sunna Axels, sem hefur nú þegar hafið störf. Sunna hefur mastersgráðu í verkefnastjórnun og hefur lagt áherslu á að sinna verkefnum á sviði menninga, lista og góðgerðasamtaka (e. non-profit organizations). Hann hefur meðal annars starfað sem framleiðandi hjá RIFF, verkefnastjóri hjá listatvíæringnum Sequences, Universal Thirst og Source Material. 

Sunna hefur einnig BA-gráðu í japönsku og hefur unnið sjálfstætt sem plötusnúður og listamaður í gegnum árin undir nafninu SAKANA. Þá hefur hún lagt sérstaka áherslu á að skapa vitundavakningu fyrir hönd samfélagslegra jaðarsettra hópa, þ.á.m. hinsegin fólks, með hlaðvarpinu Smá Pláss hjá RÚV og með stofnun og rekstur FLÆÐI listarýmis. Það verður spennandi að sjá þær áherslur sem Sunna mun leggja í starfi sínu og bjóðum við nýjan rekstrarstjóra velkominn til starfa. 

INGA LÆTUR AF STÖRFUM

Sunna tekur við keflinu af Ingu Auðbjörgu K. Straumland sem hefur starfað fyrir félagið frá árinu 2022, fyrst sem verkefnastýri og síðar sem framkvæmdastýri. Inga heldur nú til annarra starfa og stjórn Hinsegin daga þakkar henni kærlega fyrir hennar ötulu störf.