Svona fólk: Plágan – Frumsýning & umræður


Svona fólk fjallar um réttindabaráttu homma og lesbía á Íslandi. Í henni er rakin barátta samkynhneigðra fyrir mannréttinum allt frá því að fyrsti vísir að hreyfingu þeirra kviknaði 1975 og fram til okkar daga. Höfundur er Hrafnhildur Gunnarsdóttir.

Þriðji þáttur seríunnar verður frumsýndur á Hinsegin dögum:

Þriðji þáttur – Plágan: 1983 fer að bera á áður óþekktum sjúkdómi sem nefnist AIDS og virðist leggjast helst á homma. Fordómar gagnvart samkynhneigðum ná nýjum hæðum. Alnæmi sem tröllríður gay samfélaginu hefur varanleg áhrif en jákvæð teikn eru á lofti þegar að löggjafavaldið sér sér loksins hag í að styrkja baráttu hinsegin fólks.  

Að sýningu lokinni verða fræðandi umræður um viðfangsefni þáttarins. Nánari upplýsingar um þær birtast síðar.

Aðrir þættir seríunnar eru:

  • 1970-1978 „Þögnin“
  • 1978-1983 „Úr felum“
  • 1983-1995 „Plágan“
  • 1990-1999 „Annars flokks“
  • 1999-2016 „Jafnrétti“
Frítt

Staðsetning: