Um okkur

Um Hinsegin daga

Á Íslandi héldu lesbíur og hommar í fyrsta sinn út á götur síðasta laugardag í júní 1993 og síðan árið eftir. Hlé varð á þeim samkomum þar til í júní 1999 þegar haldin var útihátíð að viðstöddum 1.500 gestum á Ingólfstorgi, þar sem þess var minnst að 30 ár voru liðin frá Stonewall uppreisninni. Það var svo ári síðar, árið 2000, sem fyrsta gleðigagnan var gengin í Reykjavík og upp frá því hafa Hinsegin dagar vaxið og dafnað með ótrúlegum hraða. Í dag eru Hinsegin dagar í Reykjavík sex daga hátíð menningar, mannréttinda og margbreytileika.

Hinsegin dagar í Reykjavík eru sjálfstæð félagasamtök. Þau halda aðalfund síðla árs en milli aðalfunda er félaginu stjórnað af stjórn þess sem starfar náið með samstarfsnefnd og öðrum sjálfboðaliðum félagsins.

Öll þau sem vilja vinna að málefnum hinsegin fólks, svo og félagasamtök þeirra, eru velkomin til starfa í samstarfsnefnd en saman vinnur sá hópur að skipulagningu hátíðarinnar. 

Sjá nánar: Félagslög Hinsegin daga

Frelsisganga homma og lesbía 1994

Stjórn og starfsfólk Hinsegin daga

Stjórn fer með umboð og ákvörðunarvald félagsins og kemur fram fyrir hönd þess. Stjórn Hinsegin daga skipar nefndir til einstakra verka eftir því sem þurfa þykir. Stjórnin skipar eftir atvikum launað starfsfólk til tiltekinna verka. Fyrri stjórnir má sjá hér.

Formaður

GUNNLAUGUR BRAGI BJÖRNSSON
gunnlaugur@hinsegindagar.is
✆ 869-2979

Verkefnastýri

INGA AUÐBJÖRG K. STRAUMLAND
inga@hinsegindagar.is / pride@hinsegindagar.is
✆ 896-6120

Meðstjórnandi

HELGA HARALDSDÓTTIR
helga@hinsegindagar.is

Ritari

LEIFUR ÖRN GUNNARSSON
leifur@hinsegindagar.is
✆ 821-4182

Meðstjórnandi

MARGRÉT ÁGÚSTA ÞORVALDSDÓTTIR
margret@hinsegindagar.is

Gjaldkeri

RAGNAR VEIGAR GUÐMUNDSSON
raggi@hinsegindagar.is
✆ 822-8078

Meðstjórnandi

SANDRA ÓSK EYSTEINSDÓTTIR
sandra@hinsegindagar.is

Meðstjórnandi

SIGURÐUR H. STARR GUÐJÓNSSON
sigurdur@hinsegindagar.is

Göngustjórn

Göngustjórn Hinsegin daga er sérstök undirnefnd skipuð af stjórn Hinsegin daga og starfar að verkefnum sínum í umboði hennar. Göngustjórnin annast m.a. undirbúning, framkvæmd og öryggismál árlegrar gleðigöngu Hinsegin daga auk annarra verkefna sem stjórn félagsins felur nefndinni. Netfang göngustjórnar er gongustjorn@hinsegindagar.is

Göngu- og öryggisstjóri

EVA JÓHANNSDÓTTIR
evajoa@hinsegindagar.is

Umsjón þátttakenda

ANNA EIR GUÐFINNUDÓTTIR
annaeir@hinsegindagar.is

Meðstjórnandi

ÍRIS PÉTURSDÓTTIR

iris@hinsegindagar.is