Þátttaka í gleðigöngu

  •   Já, hópurinn er merktur fyrirtæki/vörumerki og/eða kemur fram fyrir hönd fyrirtækis
      Nei, hópurinn er ekki merktur neinu fyrirtæki eða vörumerki og kemur ekki fram fyrir hönd fyrirtækis
  • Auglýsingar eru ekki leyfðar í gleðigöngunni nema með sértakri undanþágu sem veitt er í undantekningartilfellum af stjórn Hinsegin daga. Hinsegin dagar eru stoltir af því að gleðigangan í Reykjavík er ein af fáum sambærilegum göngum í heiminum þar sem auglýsingar fyrirtækja og þjónustu eru óheimilar. Með auglýsingabanninu er undirstrikað að gangan er grasrótarviðburður og þátttakendur taka þátt til að styðja baráttuna og málstaðinn en ekki til að styrkja eða auglýsa fyrirtæki.

    Við hvetjum fyrirtæki og hópa sem tengjast fyrirtækjum til að styrkja hátíðina með beinum hætti. Það er t.d. hægt að gera með því að auglýsa í tímariti Hinsegin daga sem dreift er í 10.000 eintökum um allt land. Upplýsingar um hvernig má gerast styrktaraðili eru aðgengilegar á vefsíðu Hinsegin daga.

    Styrktaraðilar sem sækjast eftir undanþágu frá reglum um auglýsingar í göngunni skulu sækja um það sérstaklega með því að hafa samband við stjórn Hinsegin daga.


  • Hver er ábyrgðaraðili atriðisins? Athugið að ábyrgðaraðila verður að vera hægt að ná í vikuna fyrir göngu. Þeir þurfa að hafa upplýsingar um atriðið á hreinu auk þess að geta miðlað upplýsingum frá göngustjórn til þátttakenda í atriðinu og bílstjóra (ef einhver er).
  •   Já, bæði má hafa samband við ábyrgðaraðila og tengilið
      Já, hafa má samband við ábyrgðaraðila
      Já, hafa má samband við tengilið
      Nei takk

  •   Mótorhjól/fjórhjól/vespa
      Fólksbíll
      Lítill pallbíll (pikk öpp)
      Stór pallbíll eða vörubíll
      Ekkert ökutæki
      Annað
  • Viltu spila tónlist með atriðinu þínu? Hinsegin dagar útvega hljóðkerfi (þ.e. hátalara) og rafstöðvar (til að knýja hátalarana) göngufólki að kostnaðarlausu. Hér er miðað við stærri atriði þar sem göngufólk er á bíl eða einhverskonar palli þar sem hljóðkerfi og rafstöð geta tekið nokkurt pláss. Erfitt er að koma rafstöðvum fyrir í fólksbílum vegna stærðar þeirra og auk þess getur bensín lekið í áklæði og skemmt þau.

    Því miður hefur borið á því að hljóðkerfi og rafstöðvar séu tekin frá en hætt sé við notkun þeirra á seinustu stundu. Hinsegin dagar hafa setið uppi með verulegan kostnað af þessum sökum.

    Í ár þurfa ábyrgðaraðilar atriða sjálfir að greiða kostnað sem fellur til ef hætt er við þátttöku eða notkun á hljóðkerfi eða rafstöð eftir mánudaginn 1. ágúst. Kostnaður er áætlaður um 30.000 krónur og reikningur verður sendur í heimabanka ábyrgðaraðila. Við hvetjum alla sem sækja um hljóðkerfi/rafstöð en þurfa að einhverjum ástæðum að hætta við að láta göngustjórn vita eins fljótt og hægt er svo hægt sé að komast hjá óþarfa kostnaði.

  •   Já
      Nei
  • Ef hætt er við notkun á hljóðkerfi eða rafstöð eftir mánudaginn 1. ágúst verður reikningur fyrir kostnaði sendur í heimabanka ábyrgðaraðila. Göngustjórn Hinsegin daga mun aðeins nota kennitölu til að fletta upp nafni ábyrgðaraðila. Ef nafn þitt í þjóðskrá er ekki það sama og nafn á umsókninni máttu gjarnan hafa samband við göngustjórn (símanúmer og netföng má finna á vefsíðu Hinsegin daga).
  • Smelltu HÉR til að lesa öryggisreglur og skilmála Hinsegin daga.