Una: Annars konar

Ég vil bjóða ykkur öll velkomin á tónleikana mína í tilefni Hinsegin daga. Ég mun syngja og spila lög eftir mig um ástina og lífið, vináttu, pælingar og súpu (tilfinningalega og metafóríska (endilega mæta til að skilja)).

Það verður frítt inn og ég mun selja tímabundin tattú á staðnum fyrir þá sem a)vilja styðja mig og/eða b)vilja rifja upp gömlu góðu tyggjótattúdagana.

Ég lofa góðri skemmtun, ég er að vanda mig við að setja upp ógleymanlegan viðburð sem ekkert ykkar ætti að missa af.

Ef þið komið og hlustið þá skal ég minna ykkur á, með eins fallegum tónum og ég get, að þó mín ást sé annars konar, þá elska ég alveg eins.

Ég hlakka svo til, vonandi sé ég sem flesta ♥