Úthlutun úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans

Þann 21. júní 2017 skrifuðu Hinsegin dagar og Landsbankinn undir samning um áframhaldandi samstarf. Samningurinn kveður á um aukinn stuðning Landsbankans við hátíðina, þ.á.m. stofnun sérstaks Gleðigöngupotts en stofnfé pottsins, að fjárhæð 1.5000.000 kr., kemur frá Landsbankanum.

Opið var fyrir umsóknir um styrki úr pottinum dagana 29. júní til 16. júlí og hefur dómnefnd, skipuð af stjórn Hinsegin daga, verið að störfum frá þeim degi.

Niðurstöður dómnefndar liggja nú fyrir og eru styrkveitingar ársins sem hér segir:

  • Dragsúgur – Celebrate Drag-versity: 250.000 kr.
  • Hinsegin kórinn: 250.000 kr.
  • Hinsegin félag Menntaskólans á Egilsstöðum: 200.000 kr.
  • Samtökin ’78: 200.000 kr.
  • Roller Derby Iceland / Hjólaskautafélagið: 170.000 kr.
  • Trans Ísland: 150.000 kr.
  • BDSM á Íslandi: 100.000 kr.

Þannig var samþykkt að veita samtals styrki fyrir allt að 1.340.000 kr. af 1.500.000 kr. ráðstöfunarfé og halda eftir í það minnsta 160.000 kr. fyrir hvatningarverðlaun Hinsegin daga 2017.

Dómnefnd ársins skipuðu þau Eva María Þórarinsdóttir Lange – formaður Hinsegin daga, Gunnlaugur Bragi Björnsson – gjaldkeri Hinsegin daga, Setta María f.h. göngustjórnar Gleðigöngu Hinsegin daga, Daníel Arnarson – framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 og Margrét Erla Maack – fjölmiðla- og fjöllistakona.

Við minnum á að öll atriði sem hyggjast taka þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga, hvort sem þau hafa hlotið styrk eður ei, þurfa að sækja um þátttöku fyrir lok þriðjudagsins 1. ágúst.