Útihátíð

Útihátíð Hinsegin daga 2019 verður í Hljómskálagarðinum og hefst strax að lokinni gleðigöngu. Þar koma fram glæsilegir skemmtikraftar og litríkar hljómsveitir sem fagna fjölbreytileikanum með gleði og söng. Um er að ræða eina fjölsóttustu útiskemmtun á Íslandi þar sem allir eru velkomnir og allir mega syngja með.

Gestum í hjólastólum er bent á að nýta sér sérstakan aðgengispall fyrir framan sviðið. Athugið að takmarkað pláss er á pallinum og því er rétt að mæta tímanlega.