Skilmálar

Seljandi er Hinsegin dagar í Reykjavík, kt. 561199-2219, til húsa að Suðurgötu 3, 101 Reykjavík. VSK númer: 70989.

Almennt

Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) ef við á. Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar. Hinsegindagar.is áskilja sér rétt til að breyta verðum eða að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga.

Afhending vöru

Allar pantanir skulu sóttar af kaupanda í Kaupfélag Hinsegin daga í Reykjavík. Upplýsingar um opnunartíma kaupfélagsins má finna hér.

Skilafrestur og endurgreiðslur

Hætti kaupandi við miðakaup sem gerð eru í vefverslun getur kaupandi óskað eftir fullri endurgreiðslu allt þar til 48 klukkustundum áður en viðburður sem miðinn gildir á hefst, að því gefnu að miðinn hafi ekki þegar verið sóttur til Hinsegin daga í Reykjavík. Hafi aðgöngumiði þegar verið afhentur kaupanda fellur skila- og endurgreiðsluréttur niður. Ósóttir Pride passar fást ekki endurgreiddir eftir að hátíð Hinsegin daga er hafin.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað.