Viðburðum aflýst eða frestað

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða er ljóst að skipulagðir fræðsluviðburðir og skemmtanir á vegum Hinsegin daga 4.-9. ágúst falla niður.

Stjórn Hinsegin daga stefnir að því að fræðsluviðburðir verði á dagskrá síðar á árinu, ásamt hluta menningarviðburða.

Hinsegin dagar eru nauðsynlegir sem fyrr, til að vekja athygli á baráttu hinsegin fólks fyrir mannréttindum sínum og auka sýnileika þess í samfélaginu. Þótt skipulögð dagskrá falli nú niður munu Hinsegin dagar sjálfir aldrei líða undir lok.

Við erum öll almannavarnir og þurfum að bregðast við af ábyrgð.

#hinseginheima