Vinnustofa: Dance like everyone’s watching


„Dansaðu með stolti“ er vinnustofa sem hefur það að markmiði að kanna frelsi einstaklingsins í gegnum hreyfingu og dans. Hún er opin öllum, óháð getu eða líkamsgerð. Hvort sem þú hefur verið atvinnudansari frá fæðingu eða kemst ekki fram úr rúminu án þess að hrasa um eigin fætur er þessi vinnustofa fyrir þig!

Rebecca Hidalgo frá New York stýrir vinnustofunni en hún er dansari, danshöfundur, multimedia-listakona og líkamsræktarþjálfari. Vinnustofan byggir á reynslu Rebeccu af vinnu við dans og listir á hinsegin senunni í New York þar sem tilraunir og tjáning með dansi dafnar og er fagnað.

Viðburðurinn fer fram á ensku.

Location: