Völvuvíma

Shamanic Trance er framsækin og spennandi sýning þar sem fram koma hinsegin listamenn úr hinni fjölbreyttu drag- og listasenu Reykjavíkur Þetta verður fjölbreyttur kynjakokteill þar sem atriðin spanna frá dragi, lifandi tónlist og burlesque og allt þar á milli. Þetta verður öflug, ögrandi og pólitísk sýning

Hluti af hagnaði sýningarinnar mun renna til einhvers góðs málefnis tengdu starfi og baráttu LGBTQ fólks sem aðstandendur sýningarinnar munu velja og mun koma í ljós hvert verður þegar nær dregur

Kynnar kvöldsins verða hinn seiðmagnaði DEFF STARR, sem hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í vesturheimi undanfarin misseri og hans konunglega hátign, sjálfur HANS. Frá þeim má alltaf búast við furðulegum uppátækjum og undarlegheitum svo mætið með opnum huga og gleði í hjarta og upplifið kingimagnaða sýningu. Shamenic Trance!