WOLFENDEN


Árið 2015 fól breska þingið Jez að vinna nýtt verk sem sótti innblástur í skjalageymslur þingsins til að minnast þess að sextíu ár voru liðin frá útgáfu Wolfenden-skýrslunnar – opinbers skjals sem á árunum 1954–57 markaði upphaf afglæpavæðingar samkynhneigðar í Bretlandi. Jez þýddi tilmæli skýrslunnar yfir á Polari-mál sem er leynileg mállýska þess tíma, en hún var aðallega var notuð meðal samkynhneigðra karlmanna í Englandi til leynilegra samskipta sín á milli og til að marka sér sérstöðu.

Fyrsta útgáfa verksins í bókarformi er varðveitt í skjalageymslum breska þingsins og hefur þá sérstöðu að vera eini munurinn sem sérstaklega er flokkaður sem „hinsegin“ í listmunasafni þingsins. Verkið verður sýnt á væntanlegri sýningu British Museum sem ber yfirskriftina „Löngun, ást, sjálfsmynd: Sjónum beint að sögum LGBTQ-fólks“ og mun ferðast um fjögur söfn í Bretlandi. Útfærsla af verkinu verður sýnd á Listasafni Íslands á Hinsegin dögum þegar listamaðurinn hefur dvöl sína í Reykjavík, en þar hyggst hann kanna tengsl milli samfélaga LGBT+ fólks á Íslandi og Bretlandi í fortíð og nútíð.

Listamaðurinn Jez Dolan mun halda tölu um verkið á Listasafni Íslands og bíður gestum Hinsegin Daga á Listasafnið þann 7. ágúst kl. 17.30.

 

Free