Opið fyrir styrkumsóknir til 3. júní

Tekið verður við umsóknum til og með 3. júní. Allar umsóknir sem berast innan þess tíma verða yfirfarnar af dómnefnd sem velja og tilkynna styrkþega eigi síðar en 20. júní.

Gleðigöngupotturinn varð til við undirritun samstarfssamnings Landsbankans og Hinsegin daga í júní 2017. Fyrstu styrkir úr pottinum voru veittir sama ár og voru sem hér segir:

  • Dragsúgur – Celebrate Drag-versity: 250.000 kr.
  • Hinsegin kórinn: 250.000 kr.
  • Samtökin ’78: 200.000 kr.
  • Roller Derby Iceland / Hjólaskautafélagið: 170.000 kr.
  • Trans Ísland: 150.000 kr.
  • BDSM á Íslandi: 100.000 kr.

Þá hlaut félagið Ace á Íslandi hvatningarverðlaun að fjárhæð 160.000 kr. en þau eru að lokinni hátíð veitt einstaklingi eða hópi sem með eftirtektarverðum hætti vakti athygli á boðskap atriðis síns í Gleðigöngu Hinsegin daga.

Styrkjum úr pottinum er ætlað að styðja einstaklinga og hópa til þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga en sérstök athygli er vakin á að miðað er við að styrkfjárhæðir séu á bilinu 100.000-500.000 kr. Því eru sem flestir hugmyndaríkir einstaklingar og hópar hvattir til að sækja um styrk til framkvæmdar lítilla atriða sem stórra.

Dómnefnd Gleðigöngupottsins 2018 skipa:

  • Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga
  • Karen Ósk Magnúsdóttir, gjaldkeri Hinsegin daga
  • Eva Jóhannsdóttir, f.h. göngustjórnar Gleðigöngu Hinsegin daga
  • Bjartmar Þórðarson, leikari, söngvari og altmuligmaður
  • Ingileif Friðriksdóttir, fjölmiðla- og athafnakona