Dagskrá Hinsegin daga 2021 verður kynnt í lok júní

  þriðjudagur 4. ágúst

 • Official Reykjavik Pride Event

  Hinsegin á landsbyggðinni

  Þjóðminjasafnið þriðjudagur 4. ágúst

  Fræðsla

  Hvernig er að vera hinsegin á landsbyggðinni? Á þessum viðburði deila einstaklingar með okkur áskorunum sem fylgja því að vera opinberlega hinsegin á landsbyggðinni, stöðu hinsegin fólks þar og hvað sé líkt og ólíkt með höfuðborgarsvæðinu. Viðburðurinn fer fram á íslensku

  Frítt
  is Accessable
 • Official Reykjavik Pride Event

  Hinsegin söguganga – Sögur um sýnileika

  Gangan leggur af stað frá horni Skólavörðustígs og Laugavegs þriðjudagur 4. ágúst

  Menning

  Stutt gönguferð um miðborgina þar sem sögu hinsegin fólks á Íslandi er haldið í heiðri. Þema göngunnar í ár er sýnileiki. Sýnileiki hinsegin fólks er mikilvægur þáttur í réttindabaráttunni og sagðar verða sögur af stórum og smáum skrefum sem hafa leitt til aukins sýnileika hinsegin fólks í samfélaginu.

  Gangan tekur um klukkustund og endar við Listasafn Reykjavíkur þar sem opnunarhátíð Hinsegin daga hefst kl. 19:00.

  Frítt inn, viðburðurinn fer fram á íslensku

  Frítt
  is
 • Official Reykjavik Pride Event

  Opnunarhátíð Hinsegin daga

  Hafnarhúsið þriðjudagur 4. ágúst

  Skemmtanir

  AFLÝST / CANCELLED

  Opnunarhátíð Hinsegin daga verður haldin í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Húsið opnar klukkan 19:00 með fordrykk í boði Ölgerðar Egils Skallagrímssonar og Borgar brugghúss. Klukkan 20:00 verða Hinsegin dagar formlega settir og við tekur stutt skemmtidagskrá í Portinu. Njótum samverustundar með hinsegin stórfjölskyldunni og skemmtiatriða frá okkar frábæra listafólki.

  Í boði eru miðar inn á afmarkað svæði þar sem 2 metra reglan er viðhöfð. Vinsamlegast athugið að slíkir miðar eru í takmörkuðu upplagi.

  Hinsegin dagar bjóða upp á fjölmarga ókeypis viðburði. Í öðrum tilvikum er aðgangseyri stillt í hóf. Við viljum ekki að neitt okkar verði útundan á opnunarhátíðinni vegna kostnaðar, svo ef þú treystir þér ekki til að greiða aðgangseyrinn getur þú sent okkur tölvupóst á midi@hinsegindagar.is og við sendum þér frímiða.


  Kaupa miða (Opnunarhátíð Hinsegin daga - þriðjudaginn 4. ágúst)
  1.900 ISK
  Accessable
 • miðvikudagur 5. ágúst

 • Official Reykjavik Pride Event

  Ástandið í Póllandi

  Þjóðminjasafnið miðvikudagur 5. ágúst

  Fræðsla

  Andrúmsloftið gagnvart hinsegin fólki í Póllandi hefur farið hríðversnandi undanfarin misseri, sem kristallaðist í nýliðnum forsetakosningum þar í landi þar sem Andrzej Duda bar sigur úr býtum. Farið verður yfir stöðuna í Póllandi og áhrifin sem andrúmsloftið hefur á líf pólskt hinsegin fólks. 

  Viðburðurinn fer fram á ensku.

  Frítt
  en Accessable
 • Official Reykjavik Pride Event

  Hinsegin og atvinnulífið

  Vefnámskeið miðvikudagur 5. ágúst

  Fræðsla

  Hinsegin dagar, í samstarfi við Nasdaq á Íslandi, halda námskeið um hinsegin fólk og atvinnulífið. Þetta er annað árið í röð sem Nasdaq fær jafnréttisviðurkenningu Human Rights Campaign Foundation (Corporate Equality Index) fyrir að stuðla að jafnrétti allra á vinnustöðum, óháð kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu eða kyneinkennum. Richard Taylor, framkvæmdastjóri hjá Nasdaq, fjallar um hvað fyrirtæki geta gert til að tryggja öryggi og vellíðan allra á vinnustað, hvort sem í hlut á hinsegin fólk eða aðrir minnihlutahópar í samfélaginu. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda og atvinnulífsins taka einnig þátt í viðburðinum.

  „Í tilefni af samstarfi Nasdaq við Hinsegin daga heldur Richard Taylor, VP of Employee Experience hjá Nasdaq opið klukkustundarlangt vefnámskeið þar sem hann veitir hagnýt ráð um hvernig koma megi á og hlúa að fjölbreytnimenningu innan fyrirtækja sem verndar og styður allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, þjóðerni eða aðstöðumun af einhverjum toga. Námskeiðið hentar stjórnendum fyrirtækja en einnig öllum öðrum áhugasömum um málefnið.“

  Frítt inn, viðburðurinn fer fram á ensku og íslensku.

  Um vefnámskeið er að ræða. Smelltu hér fyrir hlekk á námskeiðið.

  Frítt
  Accessable
 • Official Reykjavik Pride Event

  Trans málefni og íslenskur femínismi

  Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins miðvikudagur 5. ágúst

  Fræðsla

  Á þessum viðburði verður farið yfir tengsl femínisma og réttindabaráttu trans fólks á Íslandi. Raddir víðs vegar úr baráttunni koma saman og ræða hvernig hægt sé að sporna gegn hugmyndafræði sem er andsnúin trans fólki innan femínistahreyfingarinnar á Íslandi. 

  Viðburðurinn fer fram á íslensku.

  Frítt
  is Accessable
 • Official Reykjavik Pride Event

  Hinsegin á óperusviðinu

  Safnahúsið miðvikudagur 5. ágúst

  Tónleikar

  Íris Björk Gunnarsdóttir óperusöngkona og Hjalti Þór Davíðsson píanóleikari flytja aríur úr ýmsum óperum þar sem hinseginleiki er sýnilegur og fjalla um rannsókn Írisar Bjarkar á hinseginleika á óperusviðinu á fræðandi og skemmtilegan hátt. Tónlistin á tónleikunum spannar langt tímabil, allt frá Händel til núlifandi tónskálda. Íris Björk bregður sér í hlutverk ýmissa kynja, castrati-söngvara og sögulegra persóna, buxnahlutverk, samkynhneigð og trans hlutverk. Tónleikarnir verða endurteknir á Óperudögum í Reykjavík í október 2020.


  Frítt inn, viðburðurinn er á íslensku

  Frítt
  is Accessable
 • Official Reykjavik Pride Event

  Hommaspjallið

  Matur og drykkur miðvikudagur 5. ágúst

  Menning

  Hommar voru alltaf til á Íslandi en komust ekki almennilega í sviðsljósið fyrr en með stofnun Samtakanna ’78. Hvernig voru þessi fyrstu ár? Hvernig var hommalífið á áttunda og níunda áratugnum? Var þetta allt ein þrautaganga eða var kannski svolítið gaman á bak við luktar dyr? Og hver er staðan í dag?

  Felix Bergsson stjórnar umræðum með valinkunnum hommum af þremur kynslóðum sem veita okkur innsýn í lífshlaup sitt og tilfinningar. 

  Frítt inn, viðburðurinn fer fram á íslensku

  Frítt
  is Accessable
 • Official Reykjavik Pride Event

  Die Schöne Müllerin

  Tjarnarbíó miðvikudagur 5. ágúst

  Tónleikar

  Malarastúlkan fagra (Die schöne müllerin) eftir Franz Schubert við ljóð Wilhelms Müller er einn ástsælasti ljóðaflokkur tónbókmenntanna. Gestum er boðið á einstakan viðburð þar sem dáleiðandi ópera og kynusli setja tilveruna í annað samhengi. 

  Kaupa miða
  Miðaverð: 3.300 kr. í forsölu en hækkar 1. ágúst í 4.400 kr.
 • Official Reykjavik Pride Event

  Hinsegin karlastund

  Matur og drykkur miðvikudagur 5. ágúst

  Skemmtanir

  Dásamleg kvöldstund fyrir karla og kynsegin fólk sem hrífst af körlum þar sem spjall og kokteildrykkja verður í fyrirrúmi. Plötusnúður sér um að halda uppi góðri stemningu á meðan samræðurnar flæða ásamt sérframreiddum kokteil kvöldsins. Aðrir drykkir verða á happy hour verði allt kvöldið. Viðburðurinn er haldinn í stoltu samstarfi við Reykjavík Bear og Hump Day Social.

  Frítt inn, 20 ára aldurstakmark

  Frítt
  Accessable 20 +
 • Official Reykjavik Pride Event

  Hinsegin Ladies Night á Hinsegin dögum 2020

  Gamla bíó miðvikudagur 5. ágúst

  Skemmtanir

  Í júní á síðasta ári hélt hópur hinsegin kvenna sinn fyrsta viðburð undir heitinu Hinsegin Ladies Night. Hugmyndin kviknaði hjá Ástrósu Erlu Benediktsdóttur eftir heimsókn til Öldu Karenar Hjaltalín í New York-borg. Þær vinkonur sóttu meðal annars viðburði á vegum Ellis Presents sem eru tileinkaðir konum sem heillast af konum. Þegar heim var komið varð Ástrósu tíðrætt um að mikil þörf væri fyrir slíkan vettvang hér heima. Þegar henni bauðst tækifæri til þess að halda viðburði á Miami bar á Hverfisgötu rann upp fyrir henni að hún ætti sjálf að ríða á vaðið.

  Til að byrja með var viðburðurinn hugsaður fyrir konur sem heillast af konum, þess vegna ber hópurinn nafnið Hinsegin Ladies Night. Þegar fyrsti viðburðurinn var auglýstur vaknaði spurningin, hvað með kynsegin einstaklinga? Öll eru velkomin sem langar að vera með, tví- og pankynhneigð, intersex, asexual, lesbíur, polyamorous, trans, og allt hinsegin fólk sem heillast af konum hvernig sem það skilgreinir sig innan LGBTQIAP+. Meginmarkmiðið er skapa vettvang, að þessi hópur eigi samastað til að kynnast, skapa tengsl og styrkja samfélagið okkar.

  Viðtökurnar við fyrsta viðburði Hinsegin Ladies Night fóru fram úr björtustu vonum, þar sem færri komust að en vildu. Viðburðirnir hafa síðan verið mánaðarlega og oft og tíðum er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, svo sem pöbbarölt, stjörnuspeki, grínista og opinn mæk, drag, bingó, förðun, plötusnúða og kokteila. Í samkomubanninu var Instagram-síða Hinsegin Ladies Night opnuð fyrir áhugasömum hinsegin einstaklingum, sem hver á eftir öðrum tóku síðuna yfir, ræddu hugðarefni sín og styttu okkur hinum stundir á tímum COVID-19. Hápunkti fyrsta starfsársins var náð þegar Hinsegin Ladies Night héldu upp á ársafmæli sitt með útilegu í Árnesi í Þjórsárdal helgina 12.–14. júní.

  Hópurinn sem stendur á bak við viðburðina er hvergi nærri hættur heldur ætlar að færa út kvíarnar. Draumurinn er að hafa starfið það fjölbreytt að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Mánaðarlegir skemmtiviðburðir verða á sínum stað, framvegis á föstudögum, en markmiðið er að bjóða upp á annars konar samkomur á virkum dögum, t.d. Burlesque-dansnámskeið, hugleiðslu, göngu, umræðuhópa um ýmis málefni, sjálfstyrkingarkvöld og sjálfsvarnarnámskeið svo eitthvað sé nefnt. Ástrós hvetur alla sem hafa áhuga á að taka þátt að hafa samband við Hinsegin Ladies Night með því að senda skilaboð á hinseginladiesnight á Instagram.

  Þessi viðburður er tileinkaður öllum hinsegin konum og kynsegin fólki sem heillast af konum. Meginhugmyndin er að skapa öruggt umhverfi til að koma saman og skemmta sér, kynnast og styrkja samfélag okkar. Öll eru velkomin óháð aldri, sambandsstöðu eða skilgreiningu.

  Kaupa miða (Hinsegin Ladies night á Hinsegin dögum 2020)
  Miðaverð: 1.900 kr. í forsölu en 2.500 frá 1. ágúst
  Accessable 20 +
 • fimmtudagur 6. ágúst

 • Official Reykjavik Pride Event

  Hvar bregðumst við? Líðan hinsegin barna í skólum

  Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins fimmtudagur 6. ágúst

  Fræðsla

  Fræðslustýra Samtakanna ’78, Tótla I. Sæmundsdóttir, kynnir niðurstöður samanburðarkönnunar um líðan hinsegin ungmenna í grunn- og framhaldsskólum og hvernig sé hægt að stuðla að hinseginvænu skólaumhverfi. Í lok viðburðarins verður opnað fyrir umræður við kennara. 

  Viðburðurinn fer fram á íslensku

  Frítt
  is Accessable
 • Official Reykjavik Pride Event

  Djammsöguganga

  Hlemmur fimmtudagur 6. ágúst

  Menning

  Íslenskir hommar döðruðu við hermenn á Borginni á fimmta áratugnum, síðar leituðu lesbíurnar skjóls í Stúdentakjallaranum áður en dragið blómstraði á Rauðu myllunni. Íslenskt hinsegin skemmtanalíf hefur verið alls konar í gegnum árin – leynt og ljóst, hávært og lágvært. Fyrir rúmum tíu árum birtist ítarleg og hressandi úttekt Hilmars Hildar-Magnússonar á skemmtanalífi hinsegin fólks í gegnum tíðina í veglegu 30 ára afmælisriti Samtakanna ’78. Nú er tilvalið að rýna í úttektina og það á fæti! Gengið verður um miðborgina og valdar söguslóðir kannaðar, dreypt á hressandi drykkjum auk þess sem síðastliðinn áratugur og rúmlega það, sem enn er óskráður, verður tekinn fyrir. Gengið verður frá Hlemmi kl. 16 og endað í nálægð við Gamla bíó en þar mun Dragkeppni Íslands fara fram kl. 20. Að sjálfsögðu er áfengi innifalið! Leiðsögn á íslensku og ensku ef þarf.

  Athugið: Afar takmarkað miðaframboð!

  Kaupa miða (Hinsegin djammsöguganga - 6. ágúst)
  4.900 kr. – drykkir innifaldir!
  20 +
 • Official Reykjavik Pride Event

  #blacklivesmatter

  Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins fimmtudagur 6. ágúst

  Fræðsla

  Ástandið í Bandaríkjunum hefur varla farið framhjá neinum þar sem svart fólk hefur mótmælt lögregluofbeldi undir formerkjunum #blacklivesmatter – en hvernig hefur hreyfingin áhrif á Íslandi? Hinsegin svart og brúnt fólk deilir reynslu sinni af rasisma á Íslandi og ræðir um hvað samfélagið getur gert til að styðja við baráttuna.

  Viðburðurinn fer fram á ensku 

  Frítt
  en Accessable
 • Official Reykjavik Pride Event

  Uppáhalds lög Hinsegin kórsins

  Fríkirkjan í Reykjavík fimmtudagur 6. ágúst

  Tónleikar

  Hinsegin kórinn heldur tónleika Í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem strengjakvartettinn Lýra mun leika nýjar útsetningar með kórnum. Á tónleikunum mun Hinsegin kórinn flytja fjölbreytt lög, sem öll eiga það sameiginlegt að vera eftirlætislög kórmeðlima.

  Stjórnandi Hinsegin kórsins er Helga Margrét Marzellíusardóttir og píanóleikari er Halldór Smárason. 

  Kaupa miða (Uppáhaldslög Hinsegin kórsins)
  4.300 kr. í forsölu en hækkar 1. ágúst í 4.900 kr.
 • Official Reykjavik Pride Event

  Gilbert & Georg: The Great Exhibition – opnun

  Hafnarhúsið fimmtudagur 6. ágúst

  Menning

  Sýningin – The Great Exhibition – veitir yfirgripsmikla sýn yfir feril Gilberts og Georges sem hafa starfað saman sem einn listamaður í meira en hálfa öld. Þeir hafa haft mótandi áhrif á myndlist samtímans og eru þekktir fyrir að ryðja braut gjörningalistar. Þeir hafa ögrað ríkjandi borgaralegum hugmyndum um smekk og velsæmi og ekki síst stuðlað að breyttum viðhorfum til samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa.

  Frítt inn

  Frítt
  Accessable
 • Official Reykjavik Pride Event

  Kvöldganga – Hin hliðin á Reykjavík

  Borgarbókasafnið Grófinni fimmtudagur 6. ágúst

  Fræðsla

  Guðjón Ragnar Jónasson leiðir gesti um miðbæ Reykjavíkur og bregður upp svipmyndum úr menningarheimi sem mörgum er hulinn, segir grátbroslegar sögur úr leikhúsi næturlífsins en rifjar einnig upp áfanga úr langri og strangri baráttu fyrir réttindum og sýnileika hinsegin fólks. 

  Gangan hefst fyrir utan Borgarbókasafnið í Grófinni.

  Þáttaka ókeypis, viðburðurinn fer fram á íslensku

  Frítt
  is
 • Official Reykjavik Pride Event

  Dragkeppni Íslands 2020

  Gamla bíó fimmtudagur 6. ágúst

  Skemmtanir

  FRESTAÐ – UNNIÐ ER AÐ ÞVÍ AÐ FINNA NÝJA DAGSETNINGU

  Dragkeppni Íslands var endurvakin á Hinsegin dögum í fyrra við mikinn fögnuð og þar voru krýnd dragkóngur og dragdrottning Íslands, þau Hans og Gala Noir.

  Í ár endurtökum við leikinn en þó með smá tvisti og ræl. Allir keppendur keppa í sama flokki, allir á móti öllum. Þetta verða æsispennandi hungurleikar þar sem stórglæsilegar dragdrottningar, magnaðir dragkóngar og aðrar kynjaverur stíga á stokk og keppa um stærstu dragkórónu Íslandssögunnar. Við ábyrgjumst glimmer, glamúr og frábæra skemmtun. 

  Þetta er viðburður sem enginn dragunnandi má láta framhjá sér fara.

  Kaupa miða (Dragkeppni Íslands)
  3.500 kr. í forsölu en hækkar 1. ágúst í 3.900 kr.
  Accessable 18 +
 • föstudagur 7. ágúst

 • Official Reykjavik Pride Event

  Hinsegin kynheilbrigði

  Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins föstudagur 7. ágúst

  Fræðsla

  Eftir þrusuvinsælan viðburð í fyrra er kynfræðingurinn Indíana Rós mætt aftur og í þetta sinn með kynlífsráðgjafanum og sálfræðingnum Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur. Saman deila þær með okkur sinni vitneskju og fræðslu um kynheilbrigði sem er sérstaklega miðuð að hinsegin fólki. Ung sem öldruð, reynd eða óreynd, öll eru velkomin!

  Viðburðurinn fer fram á ensku

  Frítt
  en Accessable
 • Official Reykjavik Pride Event

  Hýrir húslestrar

  Gamla bíó föstudagur 7. ágúst

  Menning

  Hinsegin bókmenntum verður að vanda gert hátt undir höfði á Hýrum húslestrum þar sem hinsegin skáld lesa úr verkum sínum. Viðburðurinn hefur fest sig rækilega í sessi og heyrst hefur að næst á eftir göngunni sjálfri séu húslestrarnir fjölsóttasti viðburður Hinsegin daga.

  Að auki verður að venju tilkynnt um úrslit í ljóðasamkeppni Hinsegin daga sem nú er haldin í fimmta sinn. Hinn óviðjafnanlegi Hákon Hildibrand verður kynnir kvöldsins.

  Frítt inn, viðburðurinn fer fram á íslensku

  Frítt
  is Accessable
 • Official Reykjavik Pride Event

  Flæðandi freyðivín – eitt er aldrei nóg

  Geiri smart föstudagur 7. ágúst

  Skemmtanir

  Alba Hough, margverðlaunaður vínfræðingur, og Helga Haralds, matreiðslumaður, taka höndum saman og kynna fjórar mismunandi tegundir freyðivíns og kampavíns fyrir gestum. Komið í fordrykki og fingrafæði áður en þið haldið út á lífið með sönnum glimmer og glamúr. 

  Ath! Í blaði Hinsegin daga kemur fram röng tímasetning, viðburðurinn byrjar 19:00.

  Kaupa miða (Flæðandi freyðivín – Eitt er aldrei nóg!)
  6.000 kr
  20 +
 • Official Reykjavik Pride Event

  Endurminningar Valkyrju

  Tjarnarbíó föstudagur 7. ágúst

  Skemmtanir

  FRESTAÐ / POSTPONED

  Dýrðleg og dansandi drag-revía til heiðurs hinni kynngimögnuðu kvenhetju, Brynhildi. Ævintýrum söguhetjunnar verða gerð skil í mögnuðum dansi, stórfenglegum söng og hlálegum hamagangi.

  Gestgjafar kvöldsins eru þaulvanar drottningar leiksviðs og næturlífs. Þær tala tæpitungulaust og koma til dyranna eins og þær eru klæddar, prýddar rúbínum og eðalsteinum frá toppi til táar, tilbúnar að gleðja ykkur með sínum guðsgjöfum og vafasama vafstri. 

  Stórkostleg partýsýning sem hlaut þrjár tilnefningar til Grímuverðlaunanna 2020. 

  Sýningin er á ensku.

  Kaupa miða
  2.900 kr. í forsölu en hækkar 1. ágúst í 3.900 kr.
  en
 • Off Venue Event

  Drag er list – Dragsýning

  Gaukurinn föstudagur 7. ágúst

  Skemmtanir

  Drag er LIST – Drag sýning á Hinsegin dögum

  Sýningin er skipulögð af draglistafólkinu Lola Von Heart, Chardonnay Bublée og Milo de Mix. Drag er ástríða þeirra og vilja þau færa ykkur kvöld fullt af gleði, tilfinningu og undri. Þau munu sýna ykkur, áhorfendum, hversu margslungin og mismunandi drag-sena borgarinnar er og skapa vettvang þar sem drag-listafólk getur látið ljós sitt skína á eigin forsendum, þau munu sýna sitt allra besta drag.

  Fram kemur fjölbreyttur hópur draglistafólks: Chardonnay Bublée, Miss Gloria Hole, HANS, Jenny Purr, Lola Von Heart, Maggi Magnum, Milo de Mix, Turner Strait, Úlla La Delish & Yan Nuss Starr. Kynnir kvöldsins er hin stórkostlega fyndna Kat McDougal

  Þau lofa gríni, dramatík, glamúr og tilfinningarússíbana af list!

  Komið með að fagna dragi, list og stolti!

  2.500 ISK
  en20 +
 • Official Reykjavik Pride Event

  Stolt siglir fleyið mitt

  Frá Gömlu höfninni, Ægisgarði föstudagur 7. ágúst

  Skemmtanir

  Við siglum stolt úr höfn föstudaginn 7. ágúst frá Gömlu höfninni í Reykjavík. Siggi Gunnars spilar allra hýrustu poppsmellina og kannski nokkra sjómannavalsa. Klukkustundarlöng sigling í kring um eyjarnar á Faxaflóa þar sem þú sérð borgina frá nýju, hýru sjónarhorni. Fordrykkur og huggulegheit í Fífli frá kl. 20:00. Vinsamlega mætið tímanlega því skipið leggur úr höfn á slaginu kl. 21:00 – skipstjórinn líður engar tafir!

  Kaupa miða (Stolt siglir fleyið mitt 2020)
  Miðaverð í forsölu: 2.900 kr. til 1. ágúst Fullt miðaverð: 3.500 kr. Fordrykkur í Fífli frá kl. 20:00
  18 +
 • laugardagur 8. ágúst

 • Official Reykjavik Pride Event

  Dragbítur

  Gamla bíó laugardagur 8. ágúst

  Skemmtanir

  Hinsegin dagar kynna í samstarfi við Kiki Queer Bar, Out of Control og Pink Iceland: Langar þig að ærast úr hlátri, syngja með grípandi smellum, klappa og trampa við matarborðið meðan þú nýtur rjómans af íslenskri dragsenu? Komdu þá í bröns og við lofum borðhaldi sem sjaldan sést á Íslandi! Ekki láta þennan stórkostlega viðburð framhjá þér fara. Takmörkuð sæti í boði og ógleymanleg upplifun.

  Kaupa miða (Dragbítur)
  4.990 ISK
  Accessable 18 +
 • Official Reykjavik Pride Event

  Ein saga – Eitt skref

  Hallgrímskirkja laugardagur 8. ágúst

  Fræðsla

  Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, kynnir verkefnið Ein saga – Eitt skref, í samstarfi við Samtökin ’78. Tilgangur verkefnisins er að gera upp og læra af sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar. Fyrsta skrefið verður að safna persónulegum reynslusögum af fordómum og andstöðu Þjóðkirkjunnar við réttindi hinsegin fólks í gegnum árin. 

  Frásagnirnar verða síðar gerðar aðgengilegar og m.a. hengdar upp í kirkjum hringinn í kringum landið næsta vor til vitnis um erfiða sögu sem mikilvægt er að endurtaki sig ekki, en einnig um þjáningu, baráttu og vilja hinsegin fólks til að öðlast viðurkenningu, frelsi og mannréttindi.

  Viðburðurinn verður í hliðarsal Hallgrímskirkju 8. ágúst og hefst kl. 13.

  Klukkan 14 verður regnbogafáninn dreginn að húni við kirkjur víðs vegar um landið í samstarfi við ÆSKÞ, Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar.

  Frítt
  is Accessable
 • Official Reykjavik Pride Event

  Gleðigangan mín!

  Hvar sem þú vilt ganga! laugardagur 8. ágúst

  Stolt í hverju skrefi

  Gleðigangan árið 2020 verður ekki ein heldur fjölmargar minni gleðigöngur, sem fara fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og um land allt! Frá upphafi Gleðigöngunnar hafa einstaklingar og hópar skipulagt eigin atriði og þau munu nú einnig skipuleggja eigin gönguleið. Hver og einn getur rölt með sjálfum sér, vinum eða fjölskyldu, í hæfilega stórum hópum og með smitgát í fyrirrúmi. Vinahópur gengur upp Helgafellið eða meðfram Ægisíðunni, annar röltir kringum Rauðavatn, sá þriðji er fjölskylda sem gengur í Gróttu, sá fjórði vinnufélagar sem ganga Hafnarstrætið á Akureyri og fimmti áhöfnin sem stikar Fjarðargötuna á Seyðisfirði.

  Gleðigöngurnar, í öllum sínum fjölbreytileika, leggja af stað kl. 14 laugardaginn 8. ágúst, hvar sem þátttakendur vilja ganga, sýna stuðning sinn við réttindabaráttu hinsegin fólks og fagna fjölbreyttu samfélagi. Vonandi bera sem flestir regnbogafána eða skreyta sig regnbogalitum og senda skýr skilaboð um veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt. Við biðjum alla þátttakendur að fara um gangandi, hjólandi eða á hjólaskautum og fara eftir öllum umferðarreglum.

  Stærri hópar, sem hafa tekið þátt í göngunni undanfarin ár, t.d. Intersex Ísland, Trans Ísland, BDSM á Íslandi, Ásar á Íslandi, Samtökin ’78 og Dragsúgur, þurfa að skrá sig hjá Hinsegin dögum svo yfirsýn fáist yfir hverjir ganga hvar. Hægt verður að fylgjast með framgangi gleðiganga á hinum ýmsu miðlum og þátttakendur eru hvattir sem aldrei fyrr til að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum.

  #stoltskref #takeaproudwalk #reykjavikloves #reykjavikpride2020 #reykjavikpride #glediganganmin

  Frítt
 • Off Venue Event

  PRIDE tónlist

  Dillon laugardagur 8. ágúst

  Skemmtanir

  Dillon í samstarfi við Mighty Bear og Skaða. Pride Tónlist.
  Útitónleikar á Dillon (ef veður leyfir)
  Mighty Bear og Skaði munu koma fram ásamt öðrum LGBT+ listamönnum sem munu kynna grasrót hinsegin tónlistar

  Frítt
  is Accessable 18 +
 • Official Reykjavik Pride Event

  Stolt í hverju skrefi – Hátíðardagskrá Hinsegin daga á RÚV

  RÚV laugardagur 8. ágúst

  SkemmtanirMenningTónleikar

  Landslið hinsegin skemmtikrafta býður upp á litskrúðuga dagskrá í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík!

  Frítt
  is Accessable
 • Official Reykjavik Pride Event

  Reykjavík Pride Party – STJÓRNIN

  Gamla bíó laugardagur 8. ágúst

  Skemmtanir

  Hið eina sanna Pride partý með Stjórninni. Sigga Beinteins og Grétar Örvars rifja upp gamla takta og æra lýðinn af sinni alkunnu snilld! Mesta glimmerið og besta stemningin, nánar tiltekið eina leiðin til að klára Hinsegin daga með stæl.

  Húsið opnar kl. 20:30 og dansleikurinn stendur til 01:00 eða til þess tíma sem sóttvarnartilmæli heimila – og við þorum að lofa að stuðið verði alls ráðandi strax frá fyrstu mínútu. 20 ára aldurstakmark.

  Miðaverð í forsölu til 1. ágúst: 2.900 kr. Fullt verð: 3.900 kr.

  Kaupa miða (Reykjavík pride partý 2020 - Gamla bíó)
  Forsölu til 1. ágúst: 2.900 kr.
Fullt verð: 3.900 kr.
  Accessable 20 +
 • sunnudagur 9. ágúst

 • Official Reykjavik Pride Event

  Regnbogahátíð fjölskyldunnar

  Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn sunnudagur 9. ágúst

  Skemmtanir

  Regnbogahátíð fjölskyldunnar verður haldin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í ár. Hinsegin foreldrar ásamt Hinsegin dögum bjóða upp á skemmtilega dagskrá fyrir gesti á öllum aldri. Skemmtiatriði, leikir og góðgæti fyrir unga sem aldna. Við hlökkum til að sjá ykkur!

  Frítt inn

  Frítt
  Accessable
 • Official Reykjavik Pride Event

  Fjaðrafok – Gleðigangan í 20 ár

  Tjarnarbíó sunnudagur 9. ágúst

  Menning

  Heimildarmyndin Fjaðrafok rekur forsögu og 20 ára sögu Gleðigöngunnar. Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona hefur frá upphafi safnað saman myndskeiðum úr göngunum sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings.

  Nú hefur hún og samstarfsfólk hennar, Felix Bergsson, umsjónarmaður myndarinnar, og Halla Kristín Einarsdóttir handritshöfundur, tekið viðtöl við fjölda fólks til viðbótar, sem rifjar upp þátttöku sína í Gleðigöngunni og lýsir hvaða áhrif og þýðingu hún hefur haft á íslenskt samfélag og fyrir hinsegin samfélagið.

  Heimildarmyndin er framleidd af Krumma Films í samstarfi við Hinsegin daga og RÚV.

  Frítt inn

  Frítt
  is Accessable
 • mánudagur 10. ágúst

 • Official Reykjavik Pride Event

  Á HINSEGIN NÓTUM

  Norðurljósum Hörpu mánudagur 10. ágúst

  Tónleikar

  FRESTAÐ / POSTPONED

  Fjölbreyttir og spennandi tónleikar þar sem hljóma verk eftir nokkur helstu hinsegin tónskáld sögunnar, m.a. Pjotr Tsjajkovskíj, Francis Poulenc, Benjamin Britten, Samuel Barber og Steven Sondheim. Einnig verða flutt verk eftir franska barokktónskáldið Jean-Baptiste Lully og hina ensku Ethel Smyth.

  Flytjendur eru í fremstu röð meðal íslenskra tónlistarmanna: Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari sem jafnframt kynnir efnisskrána á sinn lipra og skemmtilega hátt.


  Frábær skemmtun fyrir alla sem unna góðri tónlist.
  Tónleikarnir taka um klukkustund án hlés.

  Miðaverð: 1.000 kr.

  Kaupa miða
  1.000 ISK
  Accessable