Laust starf: Rekstrarstjóri Hinsegin daga

Hinsegin dagar í Reykjavík leita eftir skipulögðum, hugmyndaríkum og sjálfstæðum einstaklingi til að leiða rekstur og starfsemi félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Daglegur rekstur félagsins, þ.m.t. fjáröflun, samningagerð og áætlanir
 • Innleiða og framfylgja stefnu félagsins í samvinnu við stjórn
 • Samskipti við önnur félagasamtök, hið opinbera og aðra samstarfs- og hagsmunaaðila
 • Svörun innsendra erinda, umsjón vefsíðu og samfélagsmiðla
 • Önnur verkefni í samráði við formann og stjórn

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af rekstri, fjáröflun og samningagerð
 • Reynsla af starfsemi félagasamtaka og starfi með sjálfboðaliðum
 • Þekking á sögu, menningu og samfélagi hinsegin fólks er mjög æskileg
 • Reynsla af viðburðahaldi er kostur
 • Sveigjanleiki, hugmyndaauðgi, frumkvæði og opið hugarfar
 • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Gerð er krafa um góða íslensku- og enskukunnáttu, önnur tungumálakunnátta er kostur

Um starfið

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf með sveigjanlegu starfshlutfalli og vinnutíma en til lengri tíma litið eru bundnar vonir við að um fullt starf geti verið að ræða. Athygli er vakin á að vinnuálag er breytilegt til samræmis við starfsemi félagsins og álag því hvað mest yfir sumartímann.

Fyrst um sinn verður um tímabunda ráðningu að ræða en með möguleika á áframhaldandi starfi. Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf fljótlega.

Nánari upplýsingar og umsóknarfrestur

Frekari upplýsingar veitir Leifur Örn Gunnarsson, gjaldkeri Hinsegin daga, á netfanginu leifur@hinsegindagar.is 

Tekið er við umsóknum í gegnum Alfreð til og með 31. október 23.