
Regnbogaráðstefna Hinsegin daga 2025
Pride Centre – Iðnó
Regnbogaráðstefna Hinsegin daga verður haldin í fjórða sinn á Hinsegin dögum 2025.
Sumir dagskrárliðir eru enn í mótun, en munu birtast hér fyrir neðan jafnóðum og öll smáatriði skýrast. Dagskráin er sneisafull af áhugaverðum fyrirlestrum, pallborðum og málstofum þar sem við sköpum saman vettvang fyrir umræðu um hinseginleikann frá ýmsum sjónarhornum.
Regnbogaráðstefnan er haldin í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök.
Fimmtudaginn 7. ágúst // IÐNÓ
Salur 1 // Hátíðarsalur á 1. hæð
Smelltu á dagskrárlið til að lesa meira.
9:30 // SETNING RÁÐSTEFNUNNAR

Setning Regnbogaráðstefnu Hinsegin daga
Hörður Torfason setur ráðstefnuna.
Fundarstjórar eru Arna Magnea Danks og Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
UPPLÝSINGAR
10:00 // ÖBÍ – Fjölbreytileiki innan fjölbreytileikans, samtal um hinsegin fötlun

Fjölbreytileiki innan fjölbreytileikans, samtal um hinsegin fötlun
Hvaða áskoranir og tækifæri býr hinsegin fatlað fólk við? Hvernig mætast hinsegin og fatlaðir. Hvernig geta þau stutt hvor aðra?
Í þessari opnu umræðu gefst rými til að varpa ljósi á margbreytilegar raddir og reynsluheim fatlaðs hinsegin fólks, ræða aðgengi, sýnileika og samstöðu.
Við bjóðum til samtals sem opnar dyr að meiri skilningi og samhug innan samfélagsins og á milli hópa.
UPPLÝSINGAR
Í pallborði eru:
- Unnur Þöll Benedeiktsdóttir.
- Ólafur Aðalsteinsson.
- Sóley Ósk Jónsdóttir.
- Ólafur Helgi Móberg Ólason (Starina)
11:00 // Lady Phyll – UK Black Pride

Lady Phyll – UK Black Pride
Lady Phyll, meðstofnandi og forstjóri UK Black Pride heldur ávarp á Regnbogaráðstefnu Hinsegin daga.
Hún fer i gegnum sinn feril sem spannar tuttugu ár af baráttu fyrir sýnileika, réttlæti og auknu rými fyrir svarta hinsegin einstaklinga. Hún talar um þá vinnu sem þegar hefur verið unnin — og um þá kerfislægu útilokun sem enn þarf að brjóta niður.
Lady Phyll hvetur okkur öll til að taka ábyrgð: Hvernig getum við tryggt að hinsegin samfélög séu ekki bara fjölbreytt að nafninu til — heldur raunverulega réttlát og inngildandi ?
UPPLÝSINGAR
13:00 // Er samstaða sterkasta vopnið?

Er samstaða sterkasta vopnið?
Samtvinnun kvenna- og hinseginbaráttu fyrr og nú. Kvennabarátta og barátta hinsegin fólks hefur verið samofin að einhverju leyti í sögulegu samhengi. Í dag er sótt að hinsegin fólki, konum og jaðarsettum hópum úr öllum áttum. Samstaðan er sterkt vopn í baráttunni gegn bakslaginu.
UPPLÝSINGAR
Pallborðinu stýrir:
- Sindri „Sparkle“
Í pallborði eru:
- Þórunn Sveinbjarnardóttir
- Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
14:00 // Samstaða samfélags í baráttu

Samstaða samfélags í baráttu
Skipulagning Hinsegin daga í Ríga, Sófíu og Búdapest á tímum andstöðu stjórnvalda og aðför þeirra að mannréttindum.
Sem hluti af Regnboga ráðstefnu bjóðum við velkomna skipuleggjendur Pride í Riga, Sofiu og Búdapest — þremur borgum þar sem hinsegin samfélög halda áfram að berjast, fagna og ganga þrátt fyrir að standa frammi fyrir andstöðu stjórnvalda, minnkandi fjárframlögum og stuðnings.
Komdu og hlustaðu á samtal um Hinsegin daga sem mótmæli, samstöðu þvert á landamæri og hvernig hægt er að byggja upp hinsegin samfélag við sífellt erfiðari aðstæður.
UPPLÝSINGAR
Pallborðinu stýrir:
- Þorbjörg Þorvaldsdóttir
Samskiptastjóri Samtakana ’78
Í pallborði eru:
- Anastasija Laizāne
frá Riga í Lettlandi - Denitsa Lyubenova
frá Sofia í Búlagaríu - Eszter Polgari
frá Búdapest í Ungverjalandi.
15:00 // Hvernig móta áföllin sem við lendum í sjálfið og hinsegin samfélagið okkar?

Hvernig móta áföllin sem við lendum í sjálfið og hinsegin samfélagið okkar?
Enginn kemst í gegnum lífið án þess að upplifa áföll eða þungbæra lífsreynslu, hinsegin fólk upplifir ýmiss áföll og/eða erfiða lífsreynslu sem aðrir hópar samfélagsins tengja ekki við og upplifa ekki á sama hátt.
Hér munu Aldís Þorbjörg sálfræðingur hjá Lífi og sál og Sigga Birna meðferðarfræðingur og teymisstýra ráðgjafa hjá Samtökunum ’78 eiga samtal, ásamt fleirum, um áhrif áfalla á hinsegin fólk og samfélagið.
Hefur lífsreynsla hinsegin fólks í gegnum tíðina haft áhrif á samskipti innan hinsegin samfélagsins? Hefur lífsreynslan okkar haft áhrif á hvernig við komum fram við ólíka hópa innan samfélagsins og/eða einstaklinga? Hefur lífsreynsla okkar áhrif á það hvernig við tilheyrum samfélaginu? Hvernig birtast afleiðingar áfalla hjá hinsegin fólki?
UPPLÝSINGAR
Í pallborði eru:
- Sigríður Birna Valsdóttir (hún), meðferðar-fræðingur og teymisstýra ráðgjafa hjá Samtökunum ’78
- Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, sálfræðingur og kynlífsráðgjafi
- Margrét Nils
- Guðbjörg Ottósdóttir
16:00 // Kynslóðaspjall

KYNSLÓÐASPJALL
Öldungadeildin (60+) boðar til kynslóðaspjalls á Regnbogaráðstefnunni. Elstu félagar Samtakanna hafa hist reglulega undanfarið ár, rifjað upp fortíðina og rætt um framtíðina. Fleira sameinar kynslóðirnar en sundrar, en við verðum að tala saman til að halda tauginni á mili okkar óslitinni.
UPPLÝSINGAR
Í pallborði eru:
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Sveinn Kjartansson
- Birna Hrönn Glimmer Björnsdóttir
- Hannes Sasi Pálsson
Salur 2 // Sunnusalur á 2. hæð
Smelltu á dagskrárlið til að lesa meira.
10:00 // Ein saga, Eitt skref og hvað svo?

Ein saga, Eitt skref og hvað svo?
Hvað gerist þegar kirkjan og hinsegin fólk nálgast hvort annað með virðingu, hlustun og jafnvel von? Hvað hefur breyst og hvað á enn eftir að breytast?
Í kjölfar verkefnisins Ein saga, eitt skref, þar sem sögur hinsegin fólks í kirkjunni fengu rými, höldum við samtalinu áfram. Við veltum fyrir okkur hverju þetta verkefni hefur skilað, hvert það leiddi okkur og hvert við viljum fara héðan.
UPPLÝSINGAR
Í pallborði eru:
- Inga Auðbjörg Straumland
- Helga Bragadóttir
- Guðrún Karls Helgudóttir
- Bjarndís Helga Tómasdóttir
13:00 // Rödd á milli landamæra: Barátta intersex fólks frá Rússlandi til Evrópu

Rödd á milli landamæra: Barátta intersex fólks frá Rússlandi til Evrópu
Irene Kuzemko er rússnesk-úkraínsk intersex aktivisti og ein af stofnendum Intersex Russia. Hún býr nú í Þýskalandi og getur ekki snúið aftur til Rússlands þar sem hún hefur tjáð sig opinberlega gegn innrás Rússlands í Úkraínu.
UPPLÝSINGAR
Frummælendur eru:
- Irene Kuzemko
- Kitty Anderson
14:00 // Frjósemi og framtíð: Trans fólk í samtali

Frjósemi og framtíð: Trans fólk í samtali
Trans Ísland í samstarfi við Sunnu Frjósemi og trans teymi Landsspítalans verða með fræðsluviðburð og opið samtal um trans fólk og frjósemi. Viðburðurinn er opið samtal þar sem viðfangsefnið eru áhrif hormónameðferðar á frjósemi og verða hinar ýmsu mýtur tæklaðar.
UPPLÝSINGAR
Í pallborði eru:
- Alexander Björn Gunnarsson
frá transteymi Landsspítalans - Jóhann Kristian Jóhannsson
frá Trans Ísland - Kristbjörg Heiður Olsen
frá Sunnu Frjósemi - Unnsteinn Jóhannsson
frá transteymi BUGL
15:00 // Sen Raj with Amnesty International: Justice, Emotion and Global Queer Struggles

Sen Raj á vegum Íslandsdeildar Amnesty: Hinsegin réttindi, tilfinningar og von í heimi ógnar og breytinga
Hinsegin fólk býr við sífellt ótryggari aðstæður þar sem stjórnvöld ritskoða líf okkar og afgreiða þau sem „áform“ eða „hugmyndafræði“. Við erum vitni að því hvernig lagalegur réttur til líkamslegrar sjálfsákvörðunar, kynferðislegrar tjáningar og hreyfingarfrelsis er skertur á ofbeldisfullan hátt samhliða auknum áhrifum harðstjórnar um allan heim. Með innblæstri úr nýjustu bók sinni, The Emotions of LGBT Rights and Reforms: Repairing Law, mun Sen ræða hvernig tilfinningar eins og kvíði, sársauki, skömm, ótti og gremja móta pólitísk átök sem snúa að og tengjast réttindum hinsegin fólks og hvernig við getum fundið til með þessum tilfinningum til að opna fyrir nýja möguleika til laga- og samfélagslegrar viðgerðar.
Sen mun velta fyrir þér hvernig við getum tekist á við áframhaldandi spenni í opinberri umræðu um málefni eins og kynfræðslu í skólum, trúfrelsi, tjáningarfrelsi og lagalega viðurkenningu á kyni. Þetta er nauðsynlegt ef við ætlum að efla samstöðu, samtal, samfélag og réttlæti.
UPPLÝSINGAR
Frummælendur eru:
- Sen Raj
- Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir