Göngupotturinn er opinn til 1. júlí

Gleðigöngupotturinn er samstarfsverkefni Hinsegin daga og Landsbankans, en markmið styrkjapottsins er að gera gönguna eftirminnilegri og kraftmeiri, boðskapinn áþreifanlegri og jafna tækifæri til þátttöku. Potturinn veitir styrki á bilinu 100-500 þúsund, en heildarupphæð pottsins er 1.500.000 kr. Nánari upplýsingar er að finna á undirsíðu pottsins, en einnig er hægt að sækja um hér að neðan. Frestur til að sækja um er til og með 1. júlí 2024.