Barna- og ungmennadagskrá Hinsegin daga (Youth Pride)

#YouthPride

Viðburðir fyrir börn og ungmenni hafa vakið mikla lukku undanfarin ár. Mikilvægt er að einstaklingar á öllum aldri og fjölskyldur finni eitthvað við sitt hæfi. Hinsegin dagar leggja áherslu á að fjölskyldur finni sig velkomnar. Sömuleiðis er áhersla lögð á að unglingar og ungt fólk finni sinn stað á hátíðinni þar sem þessi hópur fer hratt stækkandi.

Unga fólkið á bak við tjöldin

Stjórn Hinsegin daga er í góðu samstarfi við unglinga og ungt fólk sem hefur brennandi áhuga á að skapa, skipuleggja og koma með hugmyndir að viðburðum og leiðum til að auka sýnileika ungs hinsegin fólks á Hinsegin dögum. Mikilvægt er að viðburðir höfði til sem flestra og því nauðsynlegt að vera í samstarfi við unga metnaðarfulla einstaklinga.