Sölustarfsemi á Hinsegin dögum

Kynvillt KlambratúnSamkvæmt ákvörðun Reykjavíkurborgar hafa aðstandendur Hinsegin daga einir leyfi til götu- og torgsölu í miðborginni meðan á hátíðinni stendur.

Á Hinsegin dögum fer því einungis fram sölustarfsemi sem styður við hátíðina sjálfa og markmið hennar. Ef þú ert með hugmynd að sölustarfsemi sem getur stutt við markmið Hinsegin daga hafðu þá samband á pride@hinsegindagar.is.

Matarvagnar

Reykjavíkurborg úthlutar söluleyfum til nokkurra aðila sem heimild hafa til matvælasölu. Sækja þarf um slíkt leyfi innan auglýsts umsóknarfrests hvers árs og greiða samkvæmt gildandi verðskrá borgarinnar.

Umsóknarform og nánari upplýsingar um reglur Reykjavíkurborgar varðandi götusölu má finna á vef Reykjavíkurborgar, sjá: http://reykjavik.is/thjonusta/leyfi-fyrir-gotusolu.

Eftirlit og tilkynning brota

Eftirlit með ólögmætri sölustarfsemi í miðborginni er á höndum Hinsegin daga í samstarfi við Reykjavíkurborg. Öll óheimil up sölustarfsemi og önnur brot verða tilkynnt til lögreglu.

Nánari upplýsingar veitir:

  • Gjaldkeri Hinsegin daga
    netfang: gjaldkeri@hinsegindagar.is