Sölustarfsemi á Hinsegin dögum

Kaupfélag Hinsegin daga

Hinsegin dagar hafa í gegnum árin tekið ýmsar vörur með hinsegin tengingu til endursölu í Kaupfélagi Hinsegin daga. Þar er einkum átt við vörur hannaðar eða framleiddar af hinsegin fólki eða vörur sem seldar eru til styrktar hinsegin málefnum. Ef þú ert með ábendingu um vöru hafðu þá samband við gjaldkera Hinsegin daga í gegnum netfangið gjaldkeri@hinsegindagar.is.

Götu- og torgsala

Götusala er sölustarfsemi á almannafæri, svo sem á torgum, götum, gangstéttum og í almenningsgörðum.

Til að stunda sölustarfsemi á borgarlandi í Reykjavík þarf að sækja um leyfi fyrir götu- og torgsölu til borgarinnar.

Leyfi um götu- og torgsölu gildir ekki á hátíðum sem fara fram í miðborgarkjarna borgarlands, svo sem Hinsegin dögum – Reykjavík Pride en viðburðateymi Reykjavíkurborgar sem sér um leyfisveitingu fyrir hönd Hinsegin daga. Sótt er um leyfi með því að senda tölvupóst á menning@reykjavik.is.

Nánari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar.

Eftirlit og tilkynning brota

Eftirlit með ólögmætri sölustarfsemi í miðborginni er á höndum Reykjavíkurborgar og viðburðahaldara og kann að verða tilkynnt til lögreglu.