Níu atriði hljóta úthlutun úr Göngupotti

Dómnefnd Göngupottsins hefur nú farið yfir umsóknir um styrki úr Göngupotti Hinsegin daga og Landsbanks og úthlutað 9 atriðum styrkjum á bilinu 50-300 þúsúnd krónum. Samtals var sótt um 4.425.000 kr. í styrk, en sjóðurinn hefur 1.500.000 kr. til úthlutunar á ári hverju. Hæsta styrkinn hlaut að þessu sinni Q-félag hinsegin stúdenta, en hugmyndin þeirra þótti í senn frumleg og boðskapurinn sterkur.

Dómnefnd Göngupottsins 2024:

 • Leifur Örn Gunnarsson – gjaldkeri Hinsegin daga
 • Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir – f.h. Göngustjórnar
 • Derek Terell Allen
 • Ingileif Friðriksdóttir
 • Mars Proppé

Eftirfarandi atriði hlutu styrk úr Göngupottinum 2024

 • Bangsafélagið / RVK Bear
 • Happy Pinoys
 • Hinsegin félagsmiðstöð S78 og Tjarnarinnar
 • Hinsegin Fjölskyldur
 • I walk for does that couldn’t
 • Öðruvísi íþróttir
 • Q – félag hinsegin stúdenta
 • Samtökin ’78
 • Trans Ísland