Styrkir, auglýsingar og umsóknir

Árlega stendur félagið Hinsegin dagar fyrir samnefndri hátíð í Reykjavík. Hátíðin er sex daga mannréttinda- og menningarhátíð hinsegin fólks. Með sanni má segja að Hinsegin dagar setji regnbogalitaðan svip sinn á Reykjavík alla hátíðina og líklega fáir landsmenn sem ekki verða varir við hana á einn eða annan hátt.

Sjálfboðaliðar

Sjálfboðavinna spilar stóran þátt í velgengni Hinsegin daga í Reykjavík, en skipulag og framkvæmd hátíðarinnar er að öllu leyti í höndum sjálfboðaliða sem starfa saman undir handleiðslu stjórnar Hinsegin daga.

Styrktaraðilar

Þrátt fyrir að öll vinna í kringum Hinsegin daga sé unnin í sjálfboðastarfi er hátíðin afar kostnaðarsöm. Það má því með sanni segja að styrktar- og samstarfsaðilar hátíðarinnar geri hana að möguleika. Þar má meðal annars nefna borgarhátíðarsjóð Reykjavíkur, auglýsendur í dagskrárriti Hinsegin daga og fleiri. Nánari upplýsingar um styrktaraðila hátíðarinnar má finna hér á vefnum.

Ef þú hefur hug á að styrkja Hinsegin daga í Reykjavík hafðu samband við okkur á gjaldkeri@hinsegindagar.is