Umsóknir, styrkir og samstarf

Hér má finna yfirlit yfir helstu umsóknir og leiðir til að styrkja Hinsegin daga. Finnurðu ekki það sem þú leitar að? Hafðu þá samband við okkur á pride@hinsegindagar.is.

Auglýsingar í tímariti Hinsegin daga

Ár hvert gefa Hinsegin dagar út veglegt tímarit sem seldar eru auglýsingar í. Þá gera Hinsegin dagar einnig sérstaka styrktar- og samstarfssamninga við fyrirtæki sem auka sýnileika viðkomandi aðila í kringum hátíðina.

– Sjá nánar

Styrkja Hinsegin daga

Fjárstuðningur og dýrmætt samstarf Hinsegin daga við ýmsa aðila gera hátíðina mögulega. Hinsegin daga takar við frjálsum framlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum.

– Sjá nánar

Sjálfboðaliðar á Hinsegin dögum

Viltu leggja þitt af mörkum við að gera fjölmennustu og litríkustu hátíð landsins að veruleika? Það er pláss fyrir þig í okkar frábæra hópi sjálfboðaliða!

– Sjá nánar

Skemmtikraftar á Hinsegin dögum

Á hverju ári kemur fram fjöldi skemmtikrafta á Hinsegin dögum. Þar er bæði um að ræða listafólk sem sækir um að fá að koma fram á hátíðinni og listafólk sem Hinsegin dagar óska eftir að komi fram.

– Sjá nánar

Sölustarfsemi á Hinsegin dögum

Samkvæmt ákvörðun Reykjavíkurborgar hafa aðstandendur Hinsegin daga einir leyfi til götu- og torgsölu í miðborginni meðan á hátíðinni stendur.

– Sjá nánar