Auglýsingar

Ár hvert gefa Hinsegin dagar út veglegt tímarit sem undanfarið hefur talið 60-70 blaðsíður. Ritið er að jafnaði gefið út snemma júlímánaðar og er fjöldi eintaka á annan tug þúsunda. Dreifing þess er góð en ritinu er m.a. dreift í verslanir og kaffihús, sundlaugar og aðra fjölsótta staði. Tímaritið er aðgengilegt á vefsíðu Hinsegin daga en undanfarin ár hefur einnig nokkur fjöldi eintaka farið til dreifingar erlendis.

Þó svo undirbúningur og framkvæmd Hinsegin daga sé í höndum sjálfboðaliða er hátíðin kostnaðarsöm og útgáfa tímarits einnig. Til að mæta þeim kostnaði hefur styrktaraðilum hátíðarinnar m.a. boðist að birta auglýsingar í ritinu. Sú hefð hefur skapast að auglýsingar í tímariti Hinsegin daga séu litríkar og hýrar, en með því móti gefst íslenskum fyrirtækjum tækifæri til að sýna mannréttindum hinsegin fólks, sem og hátíðinni sjálfri, stuðning sinn á líflegan og skemmtilegan hátt.

Hinsegin dagar gera einnig sérstaka styrktar- og samstarfssamninga við fyrirtæki sem auka sýnileika styrktaraðilans í kringum hátíðina. Það væri okkur ánægja að fá þitt fyrirtæki í hóp stoltra styrktarðila Hinsegin daga!

Nánari upplýsingar veita: