Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.
- Smelltu hér til að lesa mikilvægar upplýsingar fyrir þátttakendur í Gleðigöngunni
- Upplýsingar um götulokanir vegna Hinsegin daga 2023 munu birtast hér síðar
Staður
Gengið verður frá Hallgrímskirkju eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við.
Stund
Gleðigangan 2023 verður gengin laugardaginn 12. ágúst. Nánari upplýsingar um gönguleið ársins, tímasetningar og fleira birtast þegar nær dregur.
Skráning
Skráðu hópinn þinn til þátttöku í göngunni. Jafnframt er hægt að skrá sig sem einstaklingur.
Aðgengismál
Hægt verður að fylgjast með göngunni meðfram gönguleiðinni auk þess sem boðið verður upp á beint streymi í Hljómskálagarðinum meðan á göngunni stendur. Í Hljómskálagarði verður sérstakur aðgengispallur fyrir þau sem á þurfa að halda.
Ekki vettvangur fyrir steggi og gæsir
Ófiðraðir steggir og fjaðralausar gæsir eiga ekkert erindi í Gleðigöngu Hinsegin daga eru því beðin um að skemmta sér á öðrum vettvangi.
Styrkir
Á hverju ári fá einstaklingar og hópar styrk til þátttöku í Gleðigöngunni. Styrkirnir eru veittir úr svokölluðum Gleðigöngupotti, sem er samstarfsverkefni Hinsegin daga og Landsbankans en Landsbankinn hefur verið stoltur samstarfsaðili Hinsegin daga um árabil.
