Gleðigangan

Laugardaginn 11. ágúst 2018 kl. 14:00

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín.

Uppstilling og gönguleið

Uppstilling göngunnar verður frá kl. 12 á Sæbraut, austan Faxagötu, í nágrenni tónlistarhússins Hörpu. Gangan leggur af stað frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu stundvíslega kl. 14 og bíður ekki eftir neinum. Gengið verður eftir Kalkofnsvegi, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu. Þá taka við glæsilegir útitónleikar í Hljómskálagarðinum.

Skráning og þátttaka

Öllum er velkomið að taka þátt í gleðigöngu Hinsegin daga en nauðsynlegt er að skrá atriði með því að fylla út neðangreinda umsókn og senda fyrir 3. ágúst. Einstaklingar og hópar geta skipulagt atriði og sótt um þátttöku í göngunni en skilyrði er að öll atriði miðli skýrum skilaboðum sem varða veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt.

Athugið að óheimilt er að auglýsa fyrirtæki eða þjónustu í göngunni án leyfis frá stjórn Hinsegin daga. Brot á þessum reglum getur leitt til brottvísunar úr gleðigöngunni.

Nánari upplýsingar veita göngustjórarnir Lilja Ósk, Anna, Steina, Þórhallur og Eva Jóa öryggisstjóri.

Sækja um þátttöku

landakort2