Gleðigöngupottur

Gleðigöngupotturinn er samstarfsverkefni Hinsegin daga og Landsbankans sem verið hefur stoltur styrktaraðili Hinsegin daga um árabil. Einstaklingum og hópum sem vilja skipuleggja fjölbreytt, áhugaverð og táknræn atriði til þátttöku í Gleðigöngu Hinsegin daga er bent á að sækja um á sérstakri umsóknarsíðu.

Hvað er Gleðigöngupottur?

Gleðigöngupotturinn er styrktarstjóður fyrir atriði sem hyggjast taka þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga. Styrkjum úr sjóðnum er m.a. ætlað að aðstoða við að standa straum af kostnaði við hönnun atriða, leigu ökutækja og efniskaup.

Fjárhæðir og úthlutun

Dómnefnd velur styrkþega úr innsendum umsóknum og úthlutar styrkjum með það að markmiði að styðja framúrskarandi hugmyndir til framkvæmda. Miðað er við að fjárhæðir styrkja úr Gleðigöngupottinum séu á bilinu 100.000-500.000 kr.

Gleðigöngupotturinn varð til við undirritun samnings þess efnis á milli Hinsegin daga og Landsbankans þann 21. júní 2017. Árlega leggur Landsbankinn 1.500.000 kr. í pottinn og skal úthluta öllu fénu til styrkja en dómnefnd hefur þó heimild til að halda eftir að hámarki 200.000 kr. til veitingar hvatningarverðlauna að hátíð lokinni.

Umsóknir

Formlegir og óformlegir hópar hinsegin fólks og velunnara þeirra geta sótt um í Gleðigöngupottinn. Nú er opið fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur til og með 1. júlí 2024.

Nánari upplýsingar

Verklagsreglur um úthlutun styrkja úr Gleðigöngupottinum

– Tengiliður vegna Gleðigöngupotts er gjaldkeri Hinsegin daga

Styrkþegar

Styrkþegar 2019

  Eftirtalin atriði eða hópar hlutu styrki árið 2019:

 • Drag-Súgur = 400.000 kr.
 • Ein stór fjölskylda = 400.000 kr.
 • Q – félag hinsegin stúdenta: Á bakvið glimmerið og glamúrinn = 200.000 kr.
 • Hinsegin kórinn = 180.000 kr.
 • Bangsar og birnir í gleðigöngunni = 100.000 kr.
 • Hinsegin félagsmiðstöð: Takk fyrir að byrja, við ætlum að berjast óhrædd áfram! = 100.000 kr.
 • Félag Ása á Íslandi = 70.000 kr.
 • BDSM á Íslandi = 70.000 kr.
 • Jafnréttisnefnd SHÍ = 50.000 kr.
 • Félag hinsegin foreldra = 50.000 kr.

Styrkþegar 2018

  Eftirtalin atriði eða hópar hlutu styrki árið 2018:

 • Hinsegin félagsmiðstöð S78 – UngliðarS78 = 200.000 kr.
 • Q – félag hinsegin stúdenta = 200.000 kr.
 • Hinsegin kórinn = 200.000 kr.
 • Drag-Súgur = 150.000 kr.
 • Intersex Ísland = 190.000 kr.
 • Það er þjóðlegt að vera hýr = 170.000 kr.
 • Óstofnað tví- og pankynhneigt félag Íslands = 150.000 kr.
 • BDSM á Íslandi = 100.000 kr.
 • House of Strike = 100.000 kr.
 • Trans Ísland = 80.000 kr.

Styrkþegar 2017

  Eftirtalin atriði eða hópar hlutu styrki árið 2017:

 • Dragsúgur – Celebrate Drag-versity = 250.000 kr.
 • Hinsegin kórinn = 250.000 kr.
 • Hinsegin félag Menntaskólans á Egilsstöðum = 200.000 kr.
 • Samtökin ’78 = 200.000 kr.
 • Roller Derby Iceland / Hjólaskautafélagið = 170.000 kr.
 • Trans Ísland = 150.000 kr.
 • BDSM á Íslandi = 100.000 kr.