Fjölmiðlatorg

Fjölmiðlar skipta miklu máli í að breiða út skilaboð, sögur og reynslu hinsegin samfélagsins auk þess að opna á mikilvæga umræðu um hinsegin málefni og mannréttindi almennt. Hinsegin dagar eru því afar þakklátir fyrir framlag fjölmiðla og gleðjast mjög yfir góðum samskiptum við þá.

Smellið á myndirnar fyrir stærri útgáfu

FYRIRSPURNIR:

SKRIFSTOFA HINSEGIN DAGA
✎ pride@hinsegindagar.is
STJÓRN HINSEGIN DAGA
stjorn@hinsegindagar.is

Að tala um Hinsegin daga

Félagið okkar heitir Hinsegin dagar í Reykjavík (kt. 561199-2219) sem eru sjálfstæð félagasamtök með lögheimili og varnarþing í Reykjavík. Samþykktir félagsins má sjá hér.

Félagið okkar stendur árlega fyrir samnefndri hátíð, þ.e. Hinsegin dagar í Reykjavík (Hinsegin dagar til styttingar), eða Reykjavík Pride á ensku.

Vinsamlega ekki tala um Gay Pride eða Reykjavík Gay Pride sem er útilokandi orðalag fyrir stóran hóp hinsegin samfélagsins.

Lesa nánar um „hinsegin“

Myndir

Hinsegin dagar geta útvegað fjölmiðlum og samstarfsaðilum fjölbreytt myndefni. Þar sem við á er þess þó óskað að Hinsegin daga og/eða ljósmyndara sé getið.

Fyrir nánari upplýsingar um myndasafn Hinsegin daga eða aðgang að fleiri myndum, hafið samband við pride@hinsegindagar.is.

Opna myndasafn Hinsegin daga

Merki

Fjölmiðlum, styrktar- og samstarfsaðilum Hinsegin daga er heimilt að nota merki félagsins sem má sjá hér:

Hinsegin dagar / Reykjavik Pride
Hinsegin dagar / Reykjavik Pride

Hinsegin dagar á samfélagsmiðlum

PRESS PASS

Til að fá aðgang að lokuðum viðburðum, gleðigöngu, stóra sviði og fleira er nauðsynlegt að hafa sérstakan PRESS PASS frá Hinsegin dögum. Takmarkaður fjöldi passa er í boði og því er mikilvægt að panta þá tímanlega á netfangingu press@hinsegindagar.is.

Almennar fyrirspurnir

Almennum fyrirspurnu má beina á press@hinsegindagar.is eða til skrifstofu félagsins á pride@hinsegindagar.is.