Samstarfsaðilar Hinsegin daga

Hinsegin dagar eru hátíð sem er borin uppi af þrotlausri vinnu kraftmikilla sjálfboðaliða, sem vinna ómetanlegt starf í þágu hinsegin fólks og sýnileika þeirra. En hátíðin er þó alls ekki ókeypis – og því leika samstarfsaðilar Hinsegin daga lykilhlutverk í að tryggja fjölbreytta dagskrá, stuðla að öryggi og aðgengi hátíðarinnar og skapa vettvang fyrir hinsegin fólk og stuðningsfólk þeirra til að koma saman og halda barátunni áfram.

Eftirtaldir aðilar styðja við Hinsegin daga 2024:

Einhyrningurinn

Hinsegin dagar hafa frá árinu 2017 verið ein af borgarhátíðum Reykjavíkurborgar. Sú útnefning er mikilvæg viðurkenning á hátíð sem sjálfboðaliðar hafa byggt upp allt frá árinu 1999. Titlinum fylgir einnig fjárstuðningur sem gerir Reykjavíkurborg að stærsta einstaka stuðningsaðila hátíðarinnar – og þar með að einhyrningnum okkar!

Glimmer

Glimmer eru bakhjarlarnir okkar. Þetta eru fyrirtæki eða félög sem vilja styðja duglega við hinsegin fólk en eru líka með fókusinn á því hvernig þau geta gert betur fyrir starfsfólkið sitt, þjónustuþega og almenning, þegar að kemur að hinsegin málefnum og jafnrétti. Við erum mjög þakklát fyrir glimmergengið okkar – án þeirra væri hátíðin ekki það sem hún er!

Landsbankinn

Landsbankinn hefur verið dyggur stuðningsaðili Hinsegin daga í mörg ár. Bankinn leggur hátíðinni til styrktarsjóð fyrir Gleðigönguna, sem hópar hinsegin fólks og stuðningsaðila þeirra geta sótt um.

Krónan

Krónan kemur inn í hóp Glimmer bakhjarla fyrir hátíðina 2024.

Ölgerðin

Ölgerðin glæðir dagskrána okkar lífi með alls konar hætti og hafa meira að segja bruggað sérstakan (létt)bjór, Ástrík, sem við mælum voða mikið með. Skál!

Sky lagoon

Sky lagoon kemur inn í hóp Glimmer bakhjarla fyrir hátíðina 2024.

Center Hotels

Center Hotels koma inn í hóp Glimmer bakhjarla fyrir hátíðina 2024.

Pallíettur

Pallíettugengið okkar eru frábærir samstarfsaðilar, sem styðja við okkur með margvíslegum hætti og lyfta hátíðinni þannig á hærra, pallíettuskreytt plan!

Diskó

Dansandi kátir samstarfsaðilar sem fagna fjölbreytileikanum.

 • Elding
 • Flyover Iceland
 • Jómfrúin
 • Nasdaq á Íslandi
 • Tix.is

Aðrir stuðningsaðilar

Þessir aðilar styðja við Hinsegin daga með því að gefa mat og drykk fyrir sjálfboðaliða, veita þjónustu ókeypis eða með verulegum afslætti eða styðja hátíðina á annan hátt:

 • Samtökin ’78
 • Djúsí Sushi
 • Subway
 • Te og kaffi
 • Bíó Paradís
 • Slippbíó
 • Vodafone
 • Hagkaup