Tímarit Hinsegin daga

Tímarit Hinsegin daga er gefið út fyrir hverja hátíð og inniheldur dagskrá hátíðarinnar en auk þess viðtöl, myndir og margt fleira. Ár hvert fer ritið í dreifingu um það bil mánuði fyrir hátíðina á suður- og suðvesturhorni landins en ritið er auk þess aðgengilegt hér á vefsíðu hátíðarinnar.

Löng hefð hefur skapast fyrir því að í Tímariti Hinsegin daga birtist greinar og viðtöl um hinsegin málefni og menningu. Ritið er þannig eitt af fáum prentuðum málgögnum hinsegin samfélagsins á Íslandi og eitt helsta ritið sem fjallað hefur um hinsegin sögu og menningu hér á landi.

Hinsegin dagar í Reykjavík eru allt í senn baráttuhátíð fyrir réttindum hinsegin fólks, gleðihátíð sem fagnar fjölbreytileika mannlífsins og menningarhátíð sem hugar að ýmsum kimum hinsegin menningar – og „hinsegin“ hliðum menningar almennt. Hátíðarrit Hinsegin daga þjónar einmitt þessum tilgangi, auk þess að kynna dagskrá ársins.

Tímarit Hinsegin daga 2021

Hvar get ég nálgast Tímarit Hinsegin daga?

Sjá tímarit 2021 á pdf-formi hér.

Tímarit Hinsegin daga 2021 var prentað í þúsundum eintaka og dreift vítt og breitt um landið.

Á höfuðborgarsvæðinu verður hægt að nálgast blaðið á öllum dreifingarstöðum Birtíngs.

Auk þess má finna tímaritið í útibúum Landsbanka Íslands á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Um tímarit Hinsegin daga 2021

Útgefandi:

Hinsegin dagar í Reykjavík /
Reykjavik Pride

Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík

Útgáfuár: Júlí 2021

Ritstjórar: Elísabet Thoroddsen, Bjarndís Helga Tómasdóttir

Ábyrgðaraðili: Ásgeir Helgi Magnússon, formaður Hinsegin daga

Textar: Bjarndís Helga Tómasdóttir, Dagur B. Eggertsson, Daníel E. Arnarsson, Derek T. Allen, Elísabet Thoroddsen, Ragnhildur Sverrisdóttir, Unnsteinn Jóhannsson, Lucie Samcová – Hall Allen, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Eyrún Didziokas, Snædís Snorradóttir, Símon O. Símonarson, Margrét Pála Ólafsdóttir, Sandra Ósk Eysteinsdóttir, Selma Kristín Erlendsdóttir, Leifur Örn Gunnarsson

Þýðing úr ensku: Vera Knútsdóttir, Herdís Eiríksdóttir, Bjarni Óskarsson

Hönnun á forsíðu: Catherine Soffía Guðnadóttir

Prófarkalestur: Bjarni Óskarsson, Díana Rós A. Rivera

Prófarkalestur ensku: Bjarni Óskarsson

Auglýsingar: Sigurður Starr Guðjónsson

Ljósmyndir: Guðmundur Davíð Terrazas, Heiðrún Fivelstad, Hrefna Þórarinsdóttir, Juliette Rowland, Martyna Karolina Daniel, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Pressphotos/Geirix, Geir Ragnarsson, Grace Chu, Ívar Eyþórsson, Catherine Soffía Guðnadóttir, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, Helgi Ómarsson, Laufey Ösp Kristinsdóttir, Oddný Svava Steinarsdóttir, Lorran Varden

Krossgáta: Ásdís Bergþórsdóttir

Merki Hinsegin daga: Aðalbjörg Þórðardóttir

Hönnun tímarits: Guðmundur Davíð Terrazas

Prentvinnsla: Prentmet Oddi

Stjórn Hinsegin daga: Ásgeir Helgi Magnússon formaður, Ragnar Veigar Guðmundsson gjaldkeri, Ragnhildur Sverrisdóttir ritari, Herdís Eiríksdóttir meðstjórnandi, Leifur Örn Gunnarsson meðstjórnandi og Elísabet Thoroddsen meðstjórnandi

Framkvæmdastjóri: Sigurður Starr Guðjónsson

Starfsmenn Hinsegin daga: Snædís Snorradóttir, Ívar Eyþórsson

Fólkið á bak við Hinsegin daga

Fjölmargir leggja hönd á plóg til að gera hátíð Hinsegin daga að veruleika á hverju ári. Við hlið Stjórnar starfar öflug samstarfsnefnd að verkefnum ársins auk gríðarstórs hóps sjálfboðaliða sem vinnur ómetanlegt starf meðan á hátíðinni stendur.