Löng hefð hefur skapast fyrir því að í Tímariti Hinsegin daga birtist greinar og viðtöl um hinsegin málefni og menningu. Ritið er þannig eitt af fáum prentuðum málgögnum hinsegin samfélagsins á Íslandi og eitt helsta ritið sem fjallað hefur um hinsegin sögu og menningu hér á landi.
Tímarit ársins 2023
Tímarit ársins 2023 er þykkara en nokkru sinni áður, enda sneisafullt af umfjöllun um hinsegin menningu, áskoranir í lífi hinsegin fólks, hérlendis sem erlendis, viðtöl við hinsegin fyrirmyndir og örsögur úr lífi hinsegin fólks. Þá er stjörnuspáin á sínum stað, auk annarra fastra liða.
Ritstjórn var í höndum Bjarndísar Helgu Tómasdóttur og Sveinn Snær Kristjánsson sá um umbrot og forsíðu.
