Löng hefð hefur skapast fyrir því að í Tímariti Hinsegin daga birtist greinar og viðtöl um hinsegin málefni og menningu. Ritið er þannig eitt af fáum prentuðum málgögnum hinsegin samfélagsins á Íslandi og eitt helsta ritið sem fjallað hefur um hinsegin sögu og menningu hér á landi.
Tímarit ársins 2022
Tímarit Hinsegin daga fyrir hátíð ársins 2022 inniheldur margvíslegt efni, s.s. viðtöl við hinsegin fólk um líf þeirra og störf, umfjöllun um hinsegin ungmenni, greinar sem skrifaðar eru af hinsegin fólki um mál sem brenna á hinsegin samfélaginu, yfirlit yfir dagskrá Hinsegin daga og jafnvel hinsegin stjörnuspá.
Ritstjórn tímaritsins var í höndum Bjarndísar Helgu Tómasdóttur. Um umbrot sá Guðmundur Davíð Terrazas og forsíðumyndin var teiknuð af Klöru Rosatti.
